Fréttir

Fjárfestingarstefna í mótun

Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga svf. hefur að undanförnu unnið að mótun fjárfestingarstefnu félagsins. Í drögum að fjárfestingarstefnunni, sem nú er til kynningar kemur m.a. fram að Kaupfélag Eyfirðinga svf. skuli að jafnaði ekki eiga umfram 39% hlutafjár í einstöku félagi. Þó sé heimilt að auka hlutfa

Benedikt Sigurðarson formaður KEA svf.

Benedikt Sigurðarson á Akureyri var á stjórnarfundi í KEA svf. í dag kjörinn formaður stjórnar, en Benedikt var áður varaformaður og hefur gegnt formennsku í stjórninni frá því er Jóhannes Geir Sigurgeirsson lét af stjórnarformennsku 8. mars sl. Haukur Halldórsson, bóndi Þórsmörk á Svalbarðsströnd,

Kaldbakur hf. selur hlut sinn í Barðsnesi ehf.

Kaldbakur hf. - fjárfestingarfélag hefur selt hlut sinn í Barðsnesi ehf. til Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað. Eftir kaupin á Síldarvinnslan hf. ríflega þrjá fjórðu hlutafjár í félaginu. Barðsnes ehf. gerir út nótaskipið Birting NK og rekur fiskimjölsverksmiðju í Sandgerði. Í tilkynningu Sí

Kaldbakur hf. selur hlut sinn í Laxá

Kaldbakur hf. hefur selt allan hlut sinn í fóðurverksmiðjunni Laxá hf. á Akureyri, en um er að ræða meirihluta hlutafjár í fyrirtækinu. Kaldbakur hf. hefur átt hlut í Laxá frá áramótum og þar áður átti Kaupfélag Eyfirðinga stóran hlut í fyrirtækinu um árabil. En nú hefur Síldarvinnslan sem sagt keyp

Gagnlegar upplýsingar við framtalsgerð

Þessa dagana eru menn í óða önn að vinna skattaskýrslur sínar og þeim til upplýsingar óskar Halldór Jóhannsson, fyrir hönd Kaldbaks hf. - fjárfestingarfélags, eftir að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri við þá sem áttu eignir í A- og B-stofnsjóðum Kaupfélags Eyfirðinga: "Varðandi yfirfærslu e

Jóhannes Geir lætur af formennsku í KEA svf.

Jóhannes Geir Sigurgeirsson, sem hefur verið formaður stjórna Kaupfélags Eyfirðinga og Kaldbaks hf., hefur ákveðið að láta af stjórnarformennsku í KEA svf., en hins vegar gefur hann kost á sér til áframhaldandi stjórnarformennsku í Kaldbaki hf. “Til þess að undirstrika aðskilnað KEA svf. og Kaldb

KEA svf. fær röskar 500 milljónir til ráðstöfunar

Með staðfestingu stjórna Kaupfélags Eyfirðinga – samvinnufélags (svf.) og fjárfestingafélagsins Kaldbaks hf. í dag, föstudaginn 8. mars, um breytingu á eignaraðild Kaldbaks hf., liggur fyrir að KEA svf. mun á þesssu ári hafa til ráðstöfunar röskan hálfan milljarð króna til nýrra fjárfestinga. U

Tilkynning KEA svf. til Verðbréfaþings

Kaldbakur fjárfestingarfélag hf., sem er að 71,6% í eigu Kaupfélags Eyfirðinga svf., hyggst auka hlutafé um allt að 500.000.000 króna að nafnverði og verður tillaga þess efnis lögð fyrir hluthafafund Kaldbaks á næstu vikum. Gert hefur verið samkomulag við Samherja hf. og Lífeyrissjóð Norðurlands um

Tilkynning Samherja hf. til Verðbréfaþings

Samherji hf. hefur gert samkomulag, sem stjórn félagsins hefur staðfest, um að kaupa hlutafé að nafnverði 227.000.000 krónur á genginu 3,5 í Kaldbaki fjárfestingarfélagi hf. Eftir kaupin verður eignarhlutur Samherja í Kaldbaki fjárfestingarfélagi hf. 16,6%. Kaldbakur fjárfestingarfélag hf. mun í fra

Ný heimasíða KEA svf. opnuð í dag

Í dag, föstudaginn 1. febrúar, var ný heimasíða Kaupfélags Eyfirðinga svf. opnuð á slóðinni www.kea.is. Hin nýja síða er verulega frábrugðin eldri heimasíðu KEA, sem er í takt við þær miklu breytingar sem félagið hefur tekið á síðustu mánuðum. Heimasíðan veitir greinargóðar upplýsingar um þessar gr