Á starfssvæði KEA eru starfræktar fimm félagsdeildir. Skal hver félagsmaður vera skráður í félagsdeild þar sem hann á lögheimili á hverjum tíma. Félagsdeildir hafa það hlutverk að vera vettvangur félagsmanna til fulltrúakjörs og fundahalda auk miðlunar upplýsinga. Félagsstjórn ber samkvæmt samþykktum að kappkosta að gera félagsdeildum mögulegt að starfa og láta til þess í té upplýsingar og gögn sem geta auðveldað félagsmönnum að hafa virk áhrif á skipulag, stefnu og starfshætti félagsins. Félagsstjórn skal veita félagsmönnum viðkomandi deildar greinargóðar upplýsingar um starfsemi félagsins og gæta þess að burtfluttir félagsmenn hafi aðgang að upplýsingum um málefni félagsins sem þá kann að varða sérstaklega.
Eins og áður segir eru fimm deildir starfræktar á félagssvæðinu.
Nánari upplýsingar um hverja og eina félagsdeild er að finna með því að smella á viðeigandi hnapp hér fyrir ofan.