Kaldbakur hf. selur hlut sinn í Laxá

Kaldbakur hf. hefur selt allan hlut sinn í fóðurverksmiðjunni Laxá hf. á Akureyri, en um er að ræða meirihluta hlutafjár í fyrirtækinu. Kaldbakur hf. hefur átt hlut í Laxá frá áramótum og þar áður átti Kaupfélag Eyfirðinga stóran hlut í fyrirtækinu um árabil. En nú hefur Síldarvinnslan sem sagt keypKaldbakur hf. hefur selt allan hlut sinn í fóðurverksmiðjunni Laxá hf. á Akureyri, en um er að ræða meirihluta hlutafjár í fyrirtækinu. Kaldbakur hf. hefur átt hlut í Laxá frá áramótum og þar áður átti Kaupfélag Eyfirðinga stóran hlut í fyrirtækinu um árabil. En nú hefur Síldarvinnslan sem sagt keypt þennan hlut og eftir kaupin á Síldarvinnslan um 64% í Laxá hf. Síldarvinnslan hf. og Kaldbakur hf. hafa undirritað samkomulag þess efnis að Síldarvinnslan hf. eignist 53,5% hlut Kaldbaks hf. í fóðurverksmiðjunni Laxá hf. á Akureyri. Gert er ráð fyrir því að kaupverðið verði greitt með hlutabréfum í Síldarvinnslunni hf. að nafnvirði 18,5 milljónir króna, háð samþykki aðalfundar. Eftir kaupin á Síldarvinnslan hf. 63,9% hlutafjár í Laxá. Síldarvinnslan hf. sendi eftirfarandi tilkynning til Verðbréfaþings Íslands í dag vegna kaupanna: "Laxá framleiðir gæludýra- og fiskeldisfóður og hefur framleitt fóður til fiskeldis fá því árið 1987. Fyrirtækið er stærsti framleiðandi á fiskeldisfóðri hérlendis, með um 68% markaðshlutdeild á innanlandsmarkaði. Auk fóðurframleiðslunnar útvegar Laxá hf. margskonar tækjabúnað fyrir fiskeldi, fóðrunarbúnað, klakbúnað, súrefnistæki, fiskdælur o.fl. Framleiðsla Laxár er að mestu leyti seld innanlands en fyrirtækið hefur einnig sótt á erlenda markaði. Mikil áhersla er lögð á vöruþróun og hafa starfsmenn aflað sér verulegrar þekkingar á sviði fóðurframleiðslu. Fullkominn tæknibúnaður í verksmiðju Laxár tryggir hágæða vöru og auðveldar fyrirtækinu að mæta ólíkum kröfum viðskiptavina. „Síldarvinnslan hf. hefur verið að auka þátttöku sína í fiskeldi undanfarin misseri og þessi kaup á hlutafé í Laxá styrkir stöðu okkar hvað varðar framleiðslu á fóðri til fiskeldis. Auk þess styrkir þetta stöðu Síldarvinnslunnar hf. innan fiskeldisgeirans almennt,” segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar hf. „Félagið er hluthafi í Sæsilfri hf. sem hefur, frá því á síðasta ári, byggt upp laxeldi í Mjóafirði á myndarlegan hátt, auk þess sem Síldarvinnslan hf. stendur fyrir tilraunum á hlýraeldi í Neskaupstað og er með þorsk í kvíum í Norðfirði. Á næstunni verður einnig hafist handa við smíði laxasláturhúss hér í Neskaupstað, en laxaslátrun hefst hjá okkur næsta haust,” segir Björgólfur Jóhannsson."