Menningar- og viðurkenningasjóður KEA svf., styður við ýmis félög, verkefni og einstaklinga á félagssvæði KEA með fjárframlögum. Úthlutað er úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA tvisvar á ári séu fjárhagsleg skilyrði fyrir hendi að mati stjórnar hverju sinni.
Reglur fyrir Menningar- og viðurkenningarsjóð KEA
1. Séu skilyrði fyrir hendi ráðstafar KEA ákveðnum fjármunum til menningar, íþrótta, mennta- og velferðarmála á félagssvæðinu. Stjórn ákveður að hluta til þá fjárhæð sem varið er til Menningar- og viðurkenningarsjóðs á yfirstandandi ári og skiptingu þeirrar fjárhæðar á milli flokka.
2. Til að undirbúa og gera tillögur um ráðstöfun fjárins í liðum 4 a og 4 c samkvæmt 4. grein þessarar reglugerðar starfar fagráð Menningar og Viðurkenningarsjóðs KEA. Fagráð metur umsóknir og gefur þeim einkunnir í samræmi við nánari leiðbeiningar þar um. Fagráðið skal skipað einstaklingum utan fyrirtækisins sem hafa haldbæra yfirsýn yfir þau verkefni sem þeim er falið og starfar það á ábyrgð framkvæmdastjóra KEA.
3. Umsóknir um styrki og framlög úr sjóðnum skulu berast í gegnum heimasíðu félagsins www.kea.is eða á skrifstofu félagsins á sérstökum eyðublöðum sem KEA lætur útbúa. Auglýsa skal með opinberri auglýsingu eftir umsóknum í tilteknum flokkum sjóðsins einu sinni á ári eða oftar.
4. Fjármunum Menningar- og viðurkenningarsjóðs skal í meginatriðum skipt á milli eftirfarandi styrkja- og stuðningsflokka:
Menningar- og samfélagsverkefni. Um er að ræða styrki til einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikilvægum menningarmálum á félagssvæðinu. Um getur verið að ræða málefni á sviðum félagsmála, minjavörslu, lista og hverra þeirra málefna sem flokkast geta sem menningarmál í víðtækri merkingu. Fagráð metur umsóknir og gefur þeim einkunn. Í einkunnagjöf fagráðs felst mat á því hvaða umsóknir skulu teljast styrkhæfar. Stjórn úthlutar fjármunum að tillögu framkvæmdastjóra til samfélagslegra verkefna hverskonar. Slík verkefni fara ekki til umfjöllunar hjá fagráði.
Íþrótta og æskulýðsstykir
Almenn markmið með styrkveitingum til íþrótta og æskulýðsmála eru;
Umsóknir verða að öllu jöfnu skilgreindar samkvæmt þremur flokkum, en þeir eru ungir afreksmenn í íþróttum, sérstök verkefni, stuðningur við félög. Fagráð metur umsóknir hvað varðar unga afreksmenn og gefur þeim einkunn á grundvelli staðfestra viðmiðana.
Í einkunnagjöf fagráðs felst mat á því hvaða umsóknir skulu teljast styrkhæfar.
5. Með allar upplýsingar sem tilheyra umsóknum og vinnslu þeirra skal farið sem trúnaðarmál. Einstaklingar sem skipa fagráð á hverjum tíma skulu njóta nafnleyndar við störf sín.
6. Gera skal grein fyrir úthlutunum úr sjóðnum á heimasíðu KEA og í ársskýrslu félagsins.
7. Ekki skal veita styrki til verkefna nema að þau séu fjármögnuð að fullu. Ef ekki hefur náðst að framkvæma að fullu það verkefni sem styrknum var úthlutað til innan tveggja ára, falla þær greiðslur sem út af standa niður.
Með staðfestingu reglugerðar þessarar falla úr gildi eldri reglur Menningar- og viðurkenningarsjóðs KEA.
Samþykkt á fundi stjórnar KEA 20. september 2021.