Benedikt Sigurðarson formaður KEA svf.

Benedikt Sigurðarson á Akureyri var á stjórnarfundi í KEA svf. í dag kjörinn formaður stjórnar, en Benedikt var áður varaformaður og hefur gegnt formennsku í stjórninni frá því er Jóhannes Geir Sigurgeirsson lét af stjórnarformennsku 8. mars sl. Haukur Halldórsson, bóndi Þórsmörk á Svalbarðsströnd, Benedikt Sigurðarson á Akureyri var á stjórnarfundi í KEA svf. í dag kjörinn formaður stjórnar, en Benedikt var áður varaformaður og hefur gegnt formennsku í stjórninni frá því er Jóhannes Geir Sigurgeirsson lét af stjórnarformennsku 8. mars sl. Haukur Halldórsson, bóndi Þórsmörk á Svalbarðsströnd, var í dag kjörinn varaformaður stjórnar KEA svf. Benedikt Sigurðarson segir að framundan sé mikil vinna við að hrinda í framkvæmd stefnumörkun stjórnar KEA svf. Að þeirri vinnu þurfi að ganga með markvissum hætti, enda sé við það miðað að henni verði lokið fyrir aðalfund félagsins fyrrihluta júní í sumar. Benedikt segir að meðal þess sem verði unnið að á næstunni sé stofnun nýrra deilda félagsins, en eins og fram hefur komið hefur þeim verið fækkað niður í fimm. Þá mun stjórnin á næstunni ganga endanlega frá fjárfestingarstefnu félagsins, sem unnið verður eftir í framtíðinni.