Fjárfestingarstefna í mótun

Horft inn Eyjafjörð. Myndin var tekin í dag, 21. mars 2002.
Horft inn Eyjafjörð. Myndin var tekin í dag, 21. mars 2002.
Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga svf. hefur að undanförnu unnið að mótun fjárfestingarstefnu félagsins. Í drögum að fjárfestingarstefnunni, sem nú er til kynningar kemur m.a. fram að Kaupfélag Eyfirðinga svf. skuli að jafnaði ekki eiga umfram 39% hlutafjár í einstöku félagi. Þó sé heimilt að auka hlutfaStjórn Kaupfélags Eyfirðinga svf. hefur að undanförnu unnið að mótun fjárfestingarstefnu félagsins. Í drögum að fjárfestingarstefnunni, sem nú er til kynningar kemur m.a. fram að Kaupfélag Eyfirðinga svf. skuli að jafnaði ekki eiga umfram 39% hlutafjár í einstöku félagi. Þó sé heimilt að auka hlutfallið um 10 prósentustig ef slíkt þyki vænlegt en hlutafjáreign umfram það þurfi samþykki stjórnar. Rík ástæða þurfi að vera fyrir hendi til þess að Kaupfélag Eyfirðinga svf. auki við hlut sinn þannig að meirihluti hlutafjár verði á hendi félagsins, s.s. ef félagið þurfi að verja eign sína í viðkomandi félagi. Miðað við 5% Tekið er fram í drögunum að fjárfestingarstefnunni að KEA svf. skuli að jafnaði ekki fjárfesta umfram 5% af eigin fé félagsins í einstöku félagi. Standi hugur til að fjárfesta umfram þessi mörk þurfi sérstakt samþykki stjórnar. Þá er tekið fram að KEA svf. muni ekki leggja fram hlutafé nema að fjármögnun viðkomandi félags sé að fullu tryggð. Ráðstöfun eigin fjár Um ráðstöfun annars eigin fjár er tekið fram í drögum að fjárfestingarstefnu að þeir verði ávaxtaðir á sem hagkvæmastan hátt. Leitast skuli við að unnt sé að losa um meirihluta óráðstafaðs fjár með skömmum fyrirvara komi upp áhugaverðir fjárfestingarkostir fyrir sjóðinn. Við það er miðað að það fé sem er óráðstafað á hverjum tíma skuli að jafnaði vera ráðstafað í ríkisskuldabréfum, verðbréfum og innlendum og erlendum hlutabréfum. Þá er tekið fram í drögum að fjárfestingarstefnunni að óheimilt sé að skuldsetja KEA svf. nema um sé að ræða brúunarfjármögnun eða einstök fjárfestingartækifæri í skamman tíma á meðan losað sé um aðra fjármuni félagsins.