Tilkynning KEA svf. til Verðbréfaþings

Kaldbakur fjárfestingarfélag hf., sem er að 71,6% í eigu Kaupfélags Eyfirðinga svf., hyggst auka hlutafé um allt að 500.000.000 króna að nafnverði og verður tillaga þess efnis lögð fyrir hluthafafund Kaldbaks á næstu vikum. Gert hefur verið samkomulag við Samherja hf. og Lífeyrissjóð Norðurlands um Kaldbakur fjárfestingarfélag hf., sem er að 71,6% í eigu Kaupfélags Eyfirðinga svf., hyggst auka hlutafé um allt að 500.000.000 króna að nafnverði og verður tillaga þess efnis lögð fyrir hluthafafund Kaldbaks á næstu vikum. Gert hefur verið samkomulag við Samherja hf. og Lífeyrissjóð Norðurlands um kaup þeirra á 371.000.000 króna af fyrirhugaðri hlutafjáraukningu á genginu 3,5 og mun stjórn Kaldbaks leggja það til við fyrirhugaðan hluthafafund félagsins að núverandi hluthafar falli frá forkaupsrétti. Í samkomulaginu er einnig gert ráð fyrir að Kaldbakur fjárfestingarfélag hf. kaupi allt að 10% af eigin bréfum eftir hlutafjáraukningu af Kaupfélagi Eyfirðinga svf. á genginu 4 eða u.þ.b. 137.100.000 krónur að nafnverði. Eftir kaup Kaldbaks fjárfestingarfélags hf. á eigin bréfum fer eignarhlutur Kaupfélags Eyfirðinga svf. í félaginu niður í 46,9%. Kaldbakur fjárfestingarfélag hf. hyggst nýta eigin bréf til frekari stækkunar félagsins og við endursölu eigin bréfa lækkar eignarhlutur Kaupfélags Eyfirðinga svf. niður í 42,2%.