Stefna KEA

Hlutverk

KEA er fjárfestingarfyrirtæki sem veitir eigendum sínum ávinning í formi betri viðskiptakjara og ávöxtunar eigna fyrirtækisins með fjárfestingum sem nýtast til að efla atvinnulíf og samfélag á starfssvæði fyrirtækisins.

Framtíðarsýn

KEA verði áfram þekkt fyrir að vera traustur fjárfestir, sem starfar af ábyrgð og tekur virkan þátt í að styðja samfélagsleg verkefni á starfssvæði sínu í þeim tilgangi að bæta búsetuskilyrði á svæðinu.

Starfsemi KEA

KEA gegnir hlutverki sínu með því að leggja áherslu á þrjá grundvallarþætti í starfsemi sinni:

  • Kjölfestufjárfesting í arðsömum fyrirtækjum í þeim tilgangi að skapa fjárstreymi til annarra fjárfestingaverkefna yfir lengri tíma.
  • Fjárfestingar í vaxtartækifærum á starfssvæði sínu með áherslu á tækifæri þar sem samspil áhættu og ávöxtunar er í samræmi við stefnu og hagsmuni eigenda.
  • Uppbygging og tæknileg þróun á afsláttarkorti sem ásamt sterkri samningsstöðu auðveldar notkun og eykur möguleika félagsmanna á betri viðskiptakjörum.

Gildi KEA

-      Ábyrgð

KEA leggur áherslu á stöðugleika og virka áhættustýringu í fjárfestingum sínum.
KEA leggur áherslu á ábyrga þátttöku í samfélagslegum verkefnum með styrkjum við einstaklinga, félagasamtök og stofnanir.

-      Traust

KEA leggur áherslu á fagmennsku og trúverðugleika gagnvart hagsmunaaðilum.
KEA vill skipta máli fyrir fólk og fyrirtæki á starfssvæði sínu.

-      Þátttaka

KEA leggur áherslu á að þátttaka eigenda fyrirtækisins færi þeim beinan og óbeinan ávinning. KEA kortið færir félagsmönnum beinan fjárhagslegan ávinning en óbeinn ávinningur vinnst með fjárfestingum félagsins yfir lengri tíma. 

KEA vill vera eftirsóknarverður þátttakandi í verkefnum.

Fjárfestingaáherslur

Fjárfestingaáherslur taki mið af eðlilegri áhættudreifingu og verði með áherslu á arðsemisdrifin fjárfestingaverkefni sem falla að tilgangi félagsins.

Arðgreiðslustefna

Arður til eigenda KEA verður í formi þátttöku í samfélagslegum verkefnum og viðskiptakjara með KEA kortinu.  Með styrkjum við menn og málefni rækir félagið samfélagslega skyldu sína.  Umfang styrkja hverju sinni tekur mið af afkomu og afkomuhorfum félagsins.

Jafnréttisstefna

KEA beitir sér fyrir jafnrétti kynjanna og að mannréttindi séu virt innan fyrirtækisins og í starfsemi þess út á við. Á þetta við um úthlutun styrkja, stefnumótun, skipun í trúnaðarstöður og daglegan rekstur fyrirtækisins.  Jafnréttisstefnu má nálgast hér