Kaldbakur hf. - fjárfestingarfélag hefur selt hlut sinn í Barðsnesi ehf. til Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað. Eftir kaupin á Síldarvinnslan hf. ríflega þrjá fjórðu hlutafjár í félaginu. Barðsnes ehf. gerir út nótaskipið Birting NK og rekur fiskimjölsverksmiðju í Sandgerði.
Í tilkynningu SíKaldbakur hf. - fjárfestingarfélag hefur selt hlut sinn í Barðsnesi ehf. til Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað. Eftir kaupin á Síldarvinnslan hf. ríflega þrjá fjórðu hlutafjár í félaginu. Barðsnes ehf. gerir út nótaskipið Birting NK og rekur fiskimjölsverksmiðju í Sandgerði.
Í tilkynningu Síldarvinnslunnar til Verðbréfaþings í dag segir orðrétt: "Síldarvinnslan hf. hefur gert samkomulag við Kaldbak hf. um kaup á 32.2% hlut Kaldbaks hf. í Barðsnesi ehf. Gert er ráð fyrir því að kaupverðið verði greitt með hlutabréfum í Síldarvinnslunni hf. að nafnvirði 48 milljónir króna, háð samþykki aðalfundar. Við þetta á Síldarvinnslan hf. 75,3% hlutafjár í Barðsnesi ehf.
Barðsnes ehf. gerir út nótaskipið Birting NK 119 og starfrækir fiskimjölsverksmiðju í Sandgerði sem afkastar um 600 tonnum á sólarhring. Félagið ræður yfir 2,33% aflahlutdeild í úthlutuðum loðnukvóta, 5 leyfum í úthlutuðum síldakvóta og 3 leyfum í norsk-íslenska síldarstofninum.
Við stofnuðum Barðsnes ehf. í félagi við Kaupfélag Eyfirðinga fyrir rúmlega þremur árum. Rekstur Barðsness ehf. hefur verið erfiður allt frá stofnun en félagið byggir alfarið á veiðum og vinnslu uppsjávarfisks. Við höfum trú á að reksturinn komi til með að batna á næstu misserum og lofar yfirstandandi loðnuvertíð góðu í þeim efnum, segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar hf. Við erum með þessum kaupum að styrkja okkur enn frekar í veiðum og vinnslu uppsjávarfisks, sem er styrkasta stoðin undir rekstri Síldarvinnslunnar hf. segir Björgólfur.