Ný heimasíða KEA svf. opnuð í dag

Eiríkur S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri KEA svf., opnar nýja heimasíðu á slóðinni www.kea.is í dag.…
Eiríkur S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri KEA svf.,
opnar nýja heimasíðu á slóðinni www.kea.is í dag.
Í dag, föstudaginn 1. febrúar, var ný heimasíða Kaupfélags Eyfirðinga svf. opnuð á slóðinni www.kea.is. Hin nýja síða er verulega frábrugðin eldri heimasíðu KEA, sem er í takt við þær miklu breytingar sem félagið hefur tekið á síðustu mánuðum. Heimasíðan veitir greinargóðar upplýsingar um þessar grÍ dag, föstudaginn 1. febrúar, var ný heimasíða Kaupfélags Eyfirðinga svf. opnuð á slóðinni www.kea.is. Hin nýja síða er verulega frábrugðin eldri heimasíðu KEA, sem er í takt við þær miklu breytingar sem félagið hefur tekið á síðustu mánuðum. Heimasíðan veitir greinargóðar upplýsingar um þessar grundvallarbreytingar í starfsemi KEA og stefnu og markmið samvinnufélagsins. Fjallað er um samstarfsverkefni sem KEA svf. kemur að svo og Menningarsjóð KEA. Einnig er á síðunni svonefnt umræðuhorn, þar sem félagsmenn í KEA svf. og aðrir geta sent inn fyrirspurnir eða ábendingar um eitt og annað sem tengist KEA svf. Og á forsíðu verða reglulega birtar fréttir af starfsemi félagsins og þannig verður leitast við að efla upplýsingasvæði til félagsmanna og annarra. Þá er að finna á síðunni upplýsingar um fjárfestingafélagið Kaldbak hf., sem um síðustu áramót tók við öllum eignum og skuldbindingum Kaupfélags Eyfirðinga svf., en þetta félag er í eigu Kaupfélags Eyfirðinga svf. (71,6%), fyrrum B-deildarhafa í samvinnufélaginu KEA (14,2%) og félagsmanna í KEA svf. (14,2%). Umsjón með vinnslu nýrrar heimasíðu Kaupfélags Eyfirðinga svf. hafði almannatengslafyrirtækið Athygli ehf. á Akureyri.