Stjórn KEA svf. til dagsins í dag. Á næsta stjórnarfundi er gert ráð fyrir að fyrir liggi hver taki við stjórnarformennsku í KEA svf., en Benedikt Sigurðarson, varaformaður stjórnar, gegnir formennsku fyrst um sinn.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson, sem hefur verið formaður stjórna Kaupfélags Eyfirðinga og Kaldbaks hf., hefur ákveðið að láta af stjórnarformennsku í KEA svf., en hins vegar gefur hann kost á sér til áframhaldandi stjórnarformennsku í Kaldbaki hf.
Til þess að undirstrika aðskilnað KEA svf. og KaldbJóhannes Geir Sigurgeirsson, sem hefur verið formaður stjórna Kaupfélags Eyfirðinga og Kaldbaks hf., hefur ákveðið að láta af stjórnarformennsku í KEA svf., en hins vegar gefur hann kost á sér til áframhaldandi stjórnarformennsku í Kaldbaki hf.
Til þess að undirstrika aðskilnað KEA svf. og Kaldbaks hf. tel ég rétt á þessum tímapunkti að láta af starfi stjórnarformanns í samvinnufélaginu. Í mínum huga stendur félagið á tímamótum, nú hefur það með afgerandi hætti fengið nýtt hlutverk sem byggðafestufélag hér á félagssvæðinu. Í þau sex ár sem ég hef gegnt formennsku í Kaupfélagi Eyfirðinga hefur félagið tekið miklum breytingum og ég tel að með samkomulagi um að stækka fjárfestingafélagið Kaldbak með aðkomu Samherja og Lífeyrissjóðs Norðurlands hafi í raun orðið merkileg þáttaskil. Með því að KEA samvinnufélag fær nú til ráðstöfunar um hálfan milljarð króna til þess að leggja í ný verkefni á félagssvæðinu, eru eignir KEA svf. sýnilegar og umfram allt virkar til hagsbóta fyrir félagsmenn og allan almenning á svæðinu. Það er nú staðfest að KEA svf. hefur fengið nýtt hlutverk sem getur ef vel tekst til orðið ekki síður mikilvægt en hlutverk Kaupfélags Eyfirðinga var áratugum saman, segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson.
Benedikt Sigurðarson, varaformaður stjórnar KEA svf., mun gegna stjórnarformennsku fyrst um sinn. Á næsta fundi stjórnar KEA svf. verður ákveðið nánar um skipan embætta stjórnarinnar - fram að aðalfundi KEA sem stefnt er að í júní. Á aðalfundinum verður kosin 7 manna stjórn skv. nýjum samþykktum fyrir félagið - í stað 5 manna áður.