Fréttir

Stjórn Samherja gerir tillögu um greiðslu 30% arðs af nafnverði hlutafjár

Stjórn Samherja hf. gerir tillögu um það til aðalfundar félagsins þann 7. apríl nk. að greiddur verði 30% arður af nafnverði hlutafjár. Hlutur KEA í Samherja er 166 milljónir króna að nafnverðii þannig að ef tillaga um greiðslu 30% arðs verður samþykkt á aðalfundi nemur arðgreiðsla til KEA 49,8 mil

Málþing um sölu grunnnetsins og landsbyggðina

Næstkomandi fimmtudag, 17. mars, kl. 13 til 16, standa KEA, Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri og Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri fyrir málþingi í Háskólanum á Akureyri, sem ber yfirskriftina "Sala grunnnetsins og landsbyggðin" Frummælendur verða: Hrafnkell V. Gíslason, Póst- og fjarski

KEA tilbúið að koma að rekstrarkostnaði við snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar á morgun verður væntanlega tekin til afgreiðslu bókun bæjarráðs frá því í síðustu viku þar sem lagt er til við bæjarstjórn að ráðist verði í uppsetningu og rekstur á búnaði til snjóframleiðslu í Hlíðarfjallið á árinu 2005. Á fundi bæjarráðs voru lagðar fram áætlanir u

Stefnt að ræktun á 800 tonnum af bláskel á ári í Eyjafirði

Í dag var undirritaður samningur um fjármögnun á uppbyggingu ræktunar á bláskel í Eyjafirði á vegum fyrirtækisins Norðurskeljar ehf. í Hrísey. Samningurinn miðar að því að byggja upp 800 tonna ræktun á bláskel á ári, innan þriggja ára, en félagið hefur ræktunar- og starfsleyfi á þremur stöðum í Eyja

Deildarfundur Akureyrardeildar KEA 30. mars í Amtsbókasafninu á Akureyri

Deildarfundur Akureyrardeildar KEA verður haldinn miðvikudaginn 30. mars nk. kl. 18-21 á Kaffíteríu Amtsbókasafnsins á Akureyri. Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum um störf deilda félagsins. Kosnir verða fulltrúar til aðalfundar KEA sem áformaður er 30. apríl nk. Þe

Auglýst eftir styrkjum úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA svf.

Hér með er auglýst eftir styrkjum úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA svf. og er umsóknarfrestur til 1. apríl nk. Styrkúthlutun verður kynnt á aðalfundi félagsins 30. apríl nk. Styrkúthlutun að þessu sinni tekur til þriggja þátta: a) Málefna, einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikil

Stjórn og fulltrúaráð funda um stefnumótun KEA

Í kvöld kom stjórn og fulltrúaráð KEA svf. saman til fundar á Hótel KEA á Akureyri þar sem rætt var vítt og breitt um stefnumótun félagsins, en auk fundarins í kvöld verður annar slíkur haldinn þann 16. mars nk. í aðdraganda deildarfunda KEA og síðan aðalfundar félagsins 30. apríl nk. Gert er ráð f

KEA-fregnum dreift í um tólf þúsund eintökum

Í dag verður dreift með Dagskránni á Akureyri KEA-fregnum, sem er átta síðna blað í A-4 stærð. Blaðinu verður síðan dreift síðar í vikunni inn á öll heimili í Suður- og Norður-Þingeyjarsýslu sem og á Siglufirði. Heildarupplag er um 12 þúsund eintök. Í þessu fyrsta fréttabréfi, sem KEA svf. gefur út

Norðurvegur ehf. stofnaður

Í dag var stofnað á Akureyri undirbúningsfélag vegna hugsanlegs nýs norðurvegar um Stórasand, Norðurvegur ehf. Stofnhlutafé er 11 milljónir króna, en heimild er til að auka hlutafé í fimmtán milljónir króna. Kaupfélag Eyfirðinga er stærsti hluthafinn í félaginu, með fimm milljónir króna, Akureyr

KEA styrkir Davíðstónleika 21. janúar - öllum á félagssvæðinu boðið á tónleikana

Um komandi helgi verður efnt til heilmikillar hátíðar á Akureyri í tilefni af því að 110 ár eru liðin frá því að Davíð Stefánsson, skáld frá Fagraskógi, fæddist. Hluti af þessari hátíð eru hátíðartónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis í Glerárkirkju kl. 20.30 nk. föstudag, en þar mun kórinn ásamt eins