15. mars, 2005
Næstkomandi fimmtudag, 17. mars, kl. 13 til 16, standa KEA, Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri og Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri fyrir málþingi í Háskólanum á Akureyri, sem ber yfirskriftina "Sala grunnnetsins og landsbyggðin"
Frummælendur verða: Hrafnkell V. Gíslason, Póst- og fjarskiNæstkomandi fimmtudag, 17. mars, kl. 13 til 16, standa KEA, Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri og Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri fyrir málþingi í Háskólanum á Akureyri, sem ber yfirskriftina "Sala grunnnetsins og landsbyggðin"
Frummælendur verða: Hrafnkell V. Gíslason, Póst- og fjarskiptastofnun, Björn Davíðsson, Snerpu á Ísafirði, Björn Ingimarsson, sveitarstjóri á Þórshöfn, Grétar Þór Eyþórsson, forstöðumaður RHA og Stefán Jóhannesson, framkvstj. Þekkingar á Akureyri.
Fundarstjóri verður Erla Þrándardóttir, félagsvísinda- og lagadeild HA.
Að loknu kaffihléi verða pallborðsumræður, sem Margrét Blöndal, dagskrárgerðarmaður á RÚV, stýrir. Við pallborðið sitja Eiríkur S. Jóhannsson, forstjóri Og Vodafone, og Orri Hauksson frá Símanum.
Klukkan 16-17 verður boðið upp á veitingar.