Frá fundi stjórnar og fulltrúaráðs KEA á Hótel KEA í kvöld.
Í kvöld kom stjórn og fulltrúaráð KEA svf. saman til fundar á Hótel KEA á Akureyri þar sem rætt var vítt og breitt um stefnumótun félagsins, en auk fundarins í kvöld verður annar slíkur haldinn þann 16. mars nk. í aðdraganda deildarfunda KEA og síðan aðalfundar félagsins 30. apríl nk.
Gert er ráð fÍ kvöld kom stjórn og fulltrúaráð KEA svf. saman til fundar á Hótel KEA á Akureyri þar sem rætt var vítt og breitt um stefnumótun félagsins, en auk fundarins í kvöld verður annar slíkur haldinn þann 16. mars nk. í aðdraganda deildarfunda KEA og síðan aðalfundar félagsins 30. apríl nk.
Gert er ráð fyrir að fjalla um stefnumótun félagsins á deildarfundunum og síðan á aðalfundi.
Á fundinum í kvöld var tæpt á ýmsum þáttum í starfsemi KEA. Nýútkomnar KEA-fregnir voru uppspretta umræðu og lýstu fundarmenn almennt ánægju með að KEA hafi með þessum hætti gert starfsemi félagsins sýnilegri. Þá var rætt m.a. um samgönguverkefni félagsins, bæði Norðurveg og Vaðlaheiðargöng, sömuleiðis fjarskiptamál - t.d. mikilvægi gagnaflutninga í dreifbýli og nauðsyn á flutningum opinberrar starfsemi til Akureyrar.