KEA-fregnum dreift í um tólf þúsund eintökum

Forsíða KEA-fregna, sem koma út í dag.
Forsíða KEA-fregna, sem koma út í dag.
Í dag verður dreift með Dagskránni á Akureyri KEA-fregnum, sem er átta síðna blað í A-4 stærð. Blaðinu verður síðan dreift síðar í vikunni inn á öll heimili í Suður- og Norður-Þingeyjarsýslu sem og á Siglufirði. Heildarupplag er um 12 þúsund eintök. Í þessu fyrsta fréttabréfi, sem KEA svf. gefur útÍ dag verður dreift með Dagskránni á Akureyri KEA-fregnum, sem er átta síðna blað í A-4 stærð. Blaðinu verður síðan dreift síðar í vikunni inn á öll heimili í Suður- og Norður-Þingeyjarsýslu sem og á Siglufirði. Heildarupplag er um 12 þúsund eintök. Í þessu fyrsta fréttabréfi, sem KEA svf. gefur út eftir að félagið fékk nýtt hlutverk, er víða komið við. Birt eru ítarleg viðtöl við bæði Benedikt Sigurðarson, stjórnarformann KEA, og Andra Teitsson, framkvæmdastjóra KEA. Rætt er við stjórnendur fyrirtækja sem KEA á hlut í, rætt við styrkþega úr Menningar- og viðurkenningasjóði, fjallað um stór samgönguverkefni sem KEA tekur þátt í o.fl. Ætlunin er að KEA-fregnir komi út nokkrum sinnum á ári, eftir því sem þörf krefur, en af hálfu félagsmanna og fólks á félagssvæðinu hefur verið kallað mjög eftir fyllri upplýsingum um starf félagsins. Um þetta segir Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, m.a. í KEA-fregnum: “Við lítum á það sem skyldu okkar að upplýsa fólk á félagssvæðinu sem best um það í hvaða farvegi starfsemi félagsins er. Jafnframt vonumst við til þess að þessi upplýsingagjöf verði til þess að fólk bregðist við því sem félagið er að gera og láti starfsmenn og stjórn félagsins vita af því sem þeir telja bæði jákvætt og neikvætt við starfsemina. Með því móti fáum við skilaboð frá fólki sem myndu hjálpa okkur til að láta félagið og fjármuni þess vinna í þágu þeirra sem búa á félagssvæði KEA,” segir Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA. Skoða KEA fregnir - smellið hér!