Davíðs Stefánssonar, skálds frá Fagraskógi, verður minnst með ýmsum hætti dagana 21. og 22. janúar.
Um komandi helgi verður efnt til heilmikillar hátíðar á Akureyri í tilefni af því að 110 ár eru liðin frá því að Davíð Stefánsson, skáld frá Fagraskógi, fæddist. Hluti af þessari hátíð eru hátíðartónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis í Glerárkirkju kl. 20.30 nk. föstudag, en þar mun kórinn ásamt einsUm komandi helgi verður efnt til heilmikillar hátíðar á Akureyri í tilefni af því að 110 ár eru liðin frá því að Davíð Stefánsson, skáld frá Fagraskógi, fæddist. Hluti af þessari hátíð eru hátíðartónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis í Glerárkirkju kl. 20.30 nk. föstudag, en þar mun kórinn ásamt einsöngvurum flytja margar af þekktustu lögum við ljóð Davíðs. Kaupfélag Eyfirðinga leggur kórnum lið með þessa tónleika sem gerir það að verkum að kórinn getum boðið Akureyringum og öðrum á félagssvæði KEA endurgjaldslaust á tónleikana.
Á þessum tónleikum syngja einsöng þau Alda Ingibergsdóttir, Hulda Björk Garðarsdóttir og Óskar Pétursson, en auk þeirra munu kórfélagar syngja einsöng og dúetta og kvartett mun koma fram. Þess má geta að á tónleikunum verður frumflutt lag við ljóð Davíðs "Fögur er hlíðin", en lagið er eftir kórfélagann Jónas Jóhannsson.
Þess má geta að Menningar- og viðurkenningasjóður KEA styrkti Karlakór Akureyrar-Geysi á síðasta ári um hálfa milljón króna til að gefa út geisladisk með lögum við ljóð Davíðs Stefánssonar. Efni á þann disk verður væntanlega tekið upp í næstu viku og að óbreyttu kemur diskurinn út næsta sumar.
Sem fyrr segir verður sannkölluð Davíðshátíð á Akureyri um næstu helgi. Auk tónleikanna í Glerárkirkju verður opnuð sýning á Amtsbókasafninu nk. föstudag kl. 17 þar sem m.a. verða sýnd handrit að verkum Davíðs, bækur eftir hann og úr hans einkasafni, umsagnir um hann í innlendum sem erlendum tímaritum, heiðursskjöl o.fl. Þá verða á þessari sýningu sýnd bréf frá Davíð til Önnu Z. Osterman, sendikennara frá Svíþjóð, en hún þýddi Sólon Íslandus og Gullna hliðið á sænsku. Þessi bréf hafa aldrei áður komið fyrir sjónir almennings. Og fleira athyglisvert verður á þessari Davíðssýningu í Amtsbókasafninu.
Á laugardag, 22. janúar, kl. 10-16 verður síðan efnt til málþings um Davíð í Ketilhúsinu. Þar flytja erindi Bjarki Sveinbjörnsson, Guðmundur Andri Thorsson, Gunnar Stefánsson, Hjörtur Pálsson, Sigríður Albertsdóttir og Soffía Auður Birgisdóttir. Fjallað verður um Davíð frá ýmsum sjónarhornum, rýnt í verk hans, einstök ljóð, tónlistina við ljóðin og síðast en ekki síst persónuna sjálfa.