Norðurvegur ehf. stofnaður

Frá stofnfundi Norðurvegar ehf. Í forgrunni eru frá vinstri: Helgi Jóhannesson, framkvæmdastjóri Nor…
Frá stofnfundi Norðurvegar ehf. Í forgrunni eru frá vinstri: Helgi Jóhannesson, framkvæmdastjóri Norðurmjólkur, Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Jóhannes Jónsson, fulltrúi Haga, oftast kenndur við Bónus, og Eiður Gunnlaugsson, forstjóri Kjarnafæðis, en
Í dag var stofnað á Akureyri undirbúningsfélag vegna hugsanlegs nýs norðurvegar um Stórasand, Norðurvegur ehf. Stofnhlutafé er 11 milljónir króna, en heimild er til að auka hlutafé í fimmtán milljónir króna. Kaupfélag Eyfirðinga er stærsti hluthafinn í félaginu, með fimm milljónir króna, Akureyr Í dag var stofnað á Akureyri undirbúningsfélag vegna hugsanlegs nýs norðurvegar um Stórasand, Norðurvegur ehf. Stofnhlutafé er 11 milljónir króna, en heimild er til að auka hlutafé í fimmtán milljónir króna. Kaupfélag Eyfirðinga er stærsti hluthafinn í félaginu, með fimm milljónir króna, Akureyrarbær lagði félaginu þrjár milljónir króna í hlutafé. Þrjár milljónir skiptast á Kristjánsbakarí, Norðlenska, Haga, Kjarnafæði, Trésmiðjuna Börk og Gúmmívinnsluna. Markmiðið með stofnun félagsins er að stuðla að því að unnar verði nauðsynlegar athuganir á byggingarkostnaði og rekstrarkostnaði og gerð umferðarspár, metin arðsemi vegarins frá sjónarhóli vegfarenda, fjárfesta og þjóðarinnar í heild, gerðar athuganir á veðurfari, umhverfisþáttum o.fl. Verði umræddur norðurvegur lagður mun hann stytta vegalengdina norður í land um sem næst 80 kílómetra. Á stofnfundinum í dag var félaginu kjörin stjórn. Í henni eru Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, formaður, Jóhannes Jónsson, fulltrúi Haga og oft kenndur við Bónus, og Eiður Gunnlaugsson, forstjóri Kjarnafæðis. Halldór Blöndal, þingmaður Norðausturkjördæmis, sem var fyrsti flutningsmaður þingsláyktunartillögu um málið á Alþingi, ávarpaði fundinn í dag og lýsti mikilli ánægju með að af stofnun félagsins hefði orðið. “Í mínum huga er þetta stór dagur,” sagði Halldór og bætti við að hann hefði víða fengið jákvæð viðbrögð við þessari hugmynd, ekki síst væri ánægjulegt að bændur í Borgarfirði og Skagafjarðardölum hefðu gefið þessu verkefni góð orð.