Búist er við að samþykkt verði á bæjarstjórnarfundi á Akureyri á morgun að fara í snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli, sem vonir eru bundnar við að geti hafist strax næsta vetur.
Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar á morgun verður væntanlega tekin til afgreiðslu bókun bæjarráðs frá því í síðustu viku þar sem lagt er til við bæjarstjórn að ráðist verði í uppsetningu og rekstur á búnaði til snjóframleiðslu í Hlíðarfjallið á árinu 2005. Á fundi bæjarráðs voru lagðar fram áætlanir uÁ fundi bæjarstjórnar Akureyrar á morgun verður væntanlega tekin til afgreiðslu bókun bæjarráðs frá því í síðustu viku þar sem lagt er til við bæjarstjórn að ráðist verði í uppsetningu og rekstur á búnaði til snjóframleiðslu í Hlíðarfjallið á árinu 2005. Á fundi bæjarráðs voru lagðar fram áætlanir um stofn- og rekstrarkostnað snjóframleiðslubúnaðar og staðfestingu KEA, Hölds ehf. og Veitingahússins Greifans um þátttöku þessara aðila í rekstrarkostnaði búnaðarins fyrstu fimm árin.
Á stjórnarfundi í KEA 27. apríl í fyrra var samþykkt að KEA kæmi að snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli. Ákveðið var þá að félagið legði fram 5 milljónir króna til verkefnisins. Nú er miðað við að KEA leggi verkefninu til samtals 6.250.000 kr. og munu þessir fjármunir verða nýttir til að greiða hluta af rekstrarkostnaði næstu fimm ár, að sögn Andra Teitssonar, framkvæmdastjóra KEA, eða 1.250.000 kr. á ári.