30. ágúst, 2004
Kaupfélag Eyfirðinga hefur fært Sundlaug Akureyrar að gjöf sjálfvirkt hjartarafstuðtæki af gerðinni Access CardioSystems, sem er einfalt og handhægt öryggistæki.
Við hjartastopp er tækinu brugðið á viðkomandi og sýnir reynslan að með því að senda rafstraum í gegnum hjartað er unnt að koma því
30. ágúst, 2004
Í dag, mánudaginn 30. ágúst, var dreift endurskinsborðum til allra barna í fyrsta bekk grunnskóla á Akureyri, sem er gjöf frá Kaupfélagi Eyfirðinga svf. Um er að ræða 34 cm langa borða, sem er auðvelt að smella á annað hvort handleggi eða fótleggi. Í næstu viku verður samskonar borðum dreift til 1.
10. ágúst, 2004
Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga svf. hefur samþykkt að kaupa hlutafé að upphæð kr. 5 milljónir í Djúprafi ehf. í Ólafsfirði, sem stofnað var um hönnun og framleiðslu á rafal til þess að knýja mælitæki togveiðarfæra. Rafallinn kemur í stað einnota eða endurhlaðanlegra rafhlaðna.
Björgvin Björnsson, B
16. júlí, 2004
Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA, er fulltrúi KEA í stjórn Vaxtarsamnings Eyjafjarðarsvæðisins, en Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur skipað í stjórnina, að fengnum tilnefningum frá aðilum samningsins. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, er formað
12. júlí, 2004
Kaupfélag Eyfirðinga hefur ásamt þremur öðrum fyrirtækjum á Akureyri, Brimi, Íslenskum verðbréfum og Kaldbaki, gert styrktarsamning við íþróttafélögin Þór og KA sem kveður á um að næstu þrjú árin styrkja þessi fyrirtæki handknattleik og knattspyrnu kvenna hjá Þór og KA um samtals 1,3 milljónir króna
06. júlí, 2004
Í gær var skrifað undir Vaxtarsamning Eyjafjarðarsvæðisins fyrir árin 2004-2007. Aðilar að samningnum eru Iðnaðarráðuneytið, Akureyrarbær, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, fyrir hönd sveitarfélaga í Eyjafirði, Byggðastofnun, Háskólinn á Akureyri, Iðntæknistofnun - Impra nýsköpunarmiðstöð, Kaupfélag
29. júní, 2004
Á aðalfundi Greiðrar leiðar ehf. undirbúningsfélags um gerð jarðganga undir Vaðlaheiði á Akureyri í gær var kynnt samþykkt stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga svf. frá 21. júní sl. sem kveður á um að félagið kallar eftir stofnun framkvæmdafélags um gerð Vaðlaheiðarganga og er tilbúið að tryggja hluta
12. maí, 2004
Í dag var úthlutað 6,5 milljónum króna úr Háskólasjóði KEA. Alls bárust nítján umsóknir um styrki úr sjóðnum, samtals að upphæð kr. 24 milljónir. Stjórn KEA staðfesti tillögu sérstakrar samstarfsnefndar sjóðsins um úthlutun úr sjóðnum að þessu sinni, en í stjórninni eru Þosteinn Gunnarsson, rektor H
10. maí, 2004
Í dag voru afhentir á Akureyri styrkir úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA, en að þessu sinni bárust 119 umsóknir um styrki úr sjóðnum. Úthlutað var styrkjum til 38 einstaklinga og félagasamtaka, samtals að upphæð kr. 8.150.000.
Í flokki ungra afreksmanna bárust 17 styrkumsóknir og voru veit
10. maí, 2004
Menningar- og viðurkenningasjóður KEA veitti fimm 100 þúsund króna styrki til ungs afreksfólks. Styrkina hlutu: Andrea Ösp Karlsdóttir, sundkona, en hún er ung og upprennandi sundkona og á mörg Akureyrarmet í sundi, Arnþór Bjarnason, íshokkímaður, en hann æfir og keppir fyrir hönd Íslands á heimsmei