03. júlí, 2007
Forsvarsmenn KEA og UFA undirrituðu í dag þriggja ára samstarfssamning vegna árlegs Akureyrarhlaups. KEA mun verða aðalstyrktaraðili hlaupsins næstu þrjú ár og mun hlaupið heita Akureyrarhlaup KEA.
29. júní, 2007
Kælismiðjan Frost ehf. hefur samið við Vestmanna Fiskavirki p/f um hönnun, afhendingu og uppsetningu á frysti og kælibúnaði fyrir nýja fiskvinnslu og 3000 tonna frystigeymslu í Vestmanna í Færeyjum.
28. júní, 2007
Félagsmenn KEA munu á næstu dögum fá að gjöf frá félaginu margmiðlunardisk þar sem sögu félagsins í 120 ár eru gerð skil í máli og myndum. Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti Guðrúnu Kristinsdóttur safnstjóra á Minjasafninu á Akureyri fyrsta diskinn í dag, enda talið vel við hæfi að Minjasafnið tæki við fyrsta eintakinu þar sem forsvarsmenn KEA áttu á sínum tíma frumkvæði að stofnun safnsins.
28. júní, 2007
Í morgun skrifuðu Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir KEA og Júlíus Júlíusson „Fiskideginum mikla“ undir styrktarsamning sem felur í sér að KEA verður einn af aðalstyrktaraðilum „Fiskidagsins mikla“ 2007.
13. júní, 2007
Saga Capital Fjárfestingarbanki opnar í dag Saga Market en það er vettvangur þar sem nálgast má á aðgengilegan hátt upplýsingar um viðskipti og tilboð með hluti í Saga Capital og stofnbréf sparisjóða.
07. júní, 2007
Capacent hefur unnið viðhorfskönnun fyrir Norðurveg um afstöðu gagnvart nýjum hálendisvegi um Kjöl. Um var að ræða símakönnun og var úrtakið 3200 manns.
Þegar spurt var á landsvísu kom í ljós að 52,6% eru frekar eða mjög hlynnt að lagður verði heilsársvegur um Kjöl. 41% er mjög eða frekar andvíg framkvæmdinni.
04. júní, 2007
KEA hefur á síðustu dögum sent KEA armkúta til leikskólabarna á félagssvæðinu sem og á alla sundstaði þess.
04. júní, 2007
KEA, á stærstan hlut í Norðlenska eða 45% hlutafjár. Samkvæmt hluthafasamkomulagi KEA og Búsældar – framleiðendafélags frá árinu 2004 er gert ráð fyrir að Búsæld eignist öll hlutabréf í Norðlenska og kveður það á um að fyrir mitt yfirstandandi ár taki Búsæld og KEA upp viðræður um kaup Búsældar á hlut KEA í Norðlenska.
01. júní, 2007
Stjórn KEA hefur breytt skipulagi félagsins á þann hátt að áhersla er lögð á einstakar fjárfestingategundir í stað þess að leggja áherslur á einstök fjárfestingarfélög sem eru í eigu KEA. Fjárfestingaflokkar hafa verið skilgreindir og eru þeir einkafjármögnun (private equity), framtaksfjármögnun (venture capital), innviðafjárfestingar (infrastructure investments) og stöðutaka (capital market activities).
18. maí, 2007
KEA úthlutaði í dag styrkjum úr tveimur flokkum Menningar- og viðurkenningarsjóðs. Annars vegar var um að ræða úthlutun íþróttastyrkja og hins vegar styrki sem veittir voru ungum afreksmönnum á sviði mennta, lista og íþrótta.
Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA afhenti styrkina í dag.