17. september, 2007
Á föstudagskvöldið var haldinn opinn kynningarfundur Akureyrar – handboltafélags þar sem leikmenn voru kynntir, fjallað um mótafyrirkomulagið og þjálfarar spáðu í veturinn. Við þetta tækifæri skrifuðu KEA og Akureyri - handboltafélag undir styrktarsamning sem gerir KEA af einum af bakhjörlum félagsins.
12. september, 2007
Akureyrarhlaup KEA fer fram laugardaginn 15. september, en hlaupið hefur verið haldið frá árinu 1992. KEA og UFA rituðu fyrr í sumar undir samstarfssamning þess efnis að KEA styrkti framkvæmd hlaupsins næstu þrjú ár og er markmið samningsins meðal annars að efla hlaupið enn frekar og gera það að meiri viðburði en verið hefur. Í tilefni dagsins býður Akureyrarsundlaug svo Akureyringum og gestum frítt í sund þennan dag.
08. september, 2007
Í dag skrifuðu Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA og Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri undir nýtt þriggja ára samkomulag um Háskólasjóð KEA.
Fram að þessu hefur við úthlutanir verið horft til verkefna sem hafa verið viðbót við samþykkta starfsemi Háskólans á Akureyri og/eða samstarfsstofnana hans.
24. ágúst, 2007
Saga Capital Fjárfestingarbanki verður formlega opnaður í dag, föstudag, þegar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra klippir á borða og vígir höfuðstöðvar bankans í Gamla barnaskólanum á Akureyri. Þetta gamla og glæsilega skólahús er ríflega hundrað ára gamalt og friðað að utan en hefur nú fengið nýtt hlutverk eftir gagngerar endurbætur. Saga Capital er alþjóðlegur fjárfestingarbanki, stofnaður af nokkrum fyrrverandi starfsmönnum íslensku viðskiptabankanna og völdum fagfjárfestum.
13. ágúst, 2007
Kynntar hafa verið athuganir á gerð svokallaðs Norðurvegar. Veginum er ætlað að liggja frá Gullfossi um Kjöl milli Hofsjökuls og Langjökuls og tengjast hringveginum við Silfrastaði í Skagafirði.
Sjá meira á www.nordurvegur.is
11. júlí, 2007
Nemendur á vegum Sumarskóla RES og School for International Training(SIT) hafa verið á Íslandi frá 11. júní sl. Hópurinn samanstendur afnemendum frá ýmsum háskólum í Bandaríkjunum og sækja þeir allir sjövikna námskeið sem ber heitið "Renewable Energy, Technology, andResource Economics" auk þess sem þeir sækja námskeið í íslensku.
Sjá meira á www.res.is
03. júlí, 2007
Forsvarsmenn KEA og UFA undirrituðu í dag þriggja ára samstarfssamning vegna árlegs Akureyrarhlaups. KEA mun verða aðalstyrktaraðili hlaupsins næstu þrjú ár og mun hlaupið heita Akureyrarhlaup KEA.
29. júní, 2007
Kælismiðjan Frost ehf. hefur samið við Vestmanna Fiskavirki p/f um hönnun, afhendingu og uppsetningu á frysti og kælibúnaði fyrir nýja fiskvinnslu og 3000 tonna frystigeymslu í Vestmanna í Færeyjum.
28. júní, 2007
Félagsmenn KEA munu á næstu dögum fá að gjöf frá félaginu margmiðlunardisk þar sem sögu félagsins í 120 ár eru gerð skil í máli og myndum. Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti Guðrúnu Kristinsdóttur safnstjóra á Minjasafninu á Akureyri fyrsta diskinn í dag, enda talið vel við hæfi að Minjasafnið tæki við fyrsta eintakinu þar sem forsvarsmenn KEA áttu á sínum tíma frumkvæði að stofnun safnsins.
28. júní, 2007
Í morgun skrifuðu Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir KEA og Júlíus Júlíusson „Fiskideginum mikla“ undir styrktarsamning sem felur í sér að KEA verður einn af aðalstyrktaraðilum „Fiskidagsins mikla“ 2007.