Námskeiðið hófst í Reykjavík þar sem nemendurnir umgengust forustumenn á sviði umhverfis og orkumála; þaðan var haldið yfir hálendið áleiðis til Akureyrar þar sem þeir sækja tíma og fara í margvíslegar skoðunarferðir. Námskeiðinu mun ljúka með tveggja vikna dvöl á Vestfjörðum.
Hópurinn hefur, á meðan dvöl þeirra á Akureyri stendur, dvalið hjá akureyrskum fjölskyldum. Ljóst er að þetta fyrirkomulag hefur gengið afar vel og auðgað dvöl nemendanna til muna.
RES Orkuskóli hefur skipulagt námskeiðið á Íslandi í samvinnu við SIT. Emily Ferry, starfsmaður RES hefur haft veg og vanda af skipulagningunni og hefur því unnið mikið með aðalskrifstofu SIT í Brattleboro í Vermont. Dvöl nemendanna á Vestfjörðum er unnin í samvinnu við Háskólasetrið á Ísafirði.
Á námskeiðinu hefur áhersla verið lögð á að kynna endurnýjanlega orkugjafa og tækni þeim tengdum fyrir nemendunum. Jafnframt er áhersla lögð á að nemandinn hafið skilning á félagslegum og pólitískum áhrifum orku-uppbyggingar á Íslandi. Að lokum er nemendum ætlað að gera tillögur að hagnýtingu þeirrar þekkingar sem þeir hafa aflað sér á meðan dvöl þeirra á Vestfjörðum stendur.