30. apríl, 2007
RES The School for Renewable Energy Science undirritar samstarfsyfirlýsingar við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Íslenskar orkurannsóknir
26. apríl, 2007
Í dag afhenti Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, fimm milljónir króna úr Háskólasjóði KEA. Athöfnin fór fram á Borgum, rannsóknar og nýsköpunarhúsi, við Norðurslóð.
21. apríl, 2007
Miðlun ehf hefur keypt rekstur PSN Samskipti ehf og Greiningahússins ehf. Þar með býður Miðlun þjónustu við vinnslu úrtaka og greiningu markhópa og eflir ennfremur samskiptaver og kannanasvið félagsins.
18. apríl, 2007
Halldór Jóhannssson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti í dag Fjölmennt á Akureyri tölvubúnað að gjöf. Nýverið flutti Fjölmennt í nýtt húsnæði að Hvannavöllum 14 en þar með lauk langri bið eftir viðunandi húsnæði fyrir starfsemina.
12. apríl, 2007
Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA og Tómas Ingi Jónsson, formaður Skíðafélags Akureyrar, undirrituðu í dag samning um stuðning KEA við Skíðafélag Akureyrar. Samningnum er sérstaklega ætlað að styrkja mótshald sem fyrirsjáanlegt er á næstu misserum.
10. apríl, 2007
Samkvæmt rekstrarniðurstöðu fyrir árið 2006, sem var staðfest af stjórn Norðlenska í gær, hefur orðið umtalsverður bati í rekstri fyrirtækisins milli ára. EBITDA-hagnaður – fyrir fjármagnsliði, skatta, afskrift fastafjármuna og viðskiptavildar – er 268,7 milljónir króna, sem er 40 milljónum króna hærri EBITDA-hagnaður en árið 2005.
28. mars, 2007
KEA auglýsir eftir styrkumsóknum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins.
Styrkúthlutun að þessu sinni tekur til tveggja flokka þar sem auglýst er eftir umsóknum úr flokki Ungra afreksmanna annars vegar og úr flokki íþróttamála hins vegar.
Nánari upplýsingar má sjá hér.
23. mars, 2007
Hannes Karlsson var endurkjörinn formaður stjórnar KEA, á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar í gær. Björn Friðþjófsson var endurkjörinn varaformaður og Jóhannes Ævar Jónsson endurkjörinn ritari. Erla Björg Guðmundsdóttir kemur ný inn í stjórn KEA, stað Soffíu Ragnarsdóttur, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs.
19. mars, 2007
Aðalfundur KEA var haldinn í Verkmenntaskólanum á Akureyri á laugardaginn. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa flutti Erlendur Hjaltason forstjóri Exista erindi á fundinum. Ársskýrsla KEA 2006 er nú aðgengileg á heimasíðunni.
12. mars, 2007
Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri hefur lagt mat á þjóðhagslega arðsemi og samfélagsleg áhrif af lagningu vegar yfir Kjöl, fyrir Norðurveg ehf.
Niðurstöðurnar sýna að framkvæmdin er mjög arðbær og fellur vel að byggðaáætlun og samgönguáætlun stjórnvalda.
Samfélagslegur ábati af framkvæmdinni er mikill eða 5,6 milljarðar króna. Ef veglagningin á sér stað í samdráttarskeiði verður ábatinn enn meiri eða tæpir sex milljarðar króna.