12. janúar, 2007
Stefna hefur bætt við sig tveimur nýjum starfsmönnum. Það eru Valur Hauksson og Martha Dís Brandt.Valur er tölvunarfræðingur að mennt og verður að vinna við forritun hjá Stefnu. Martha er einnig tölvunarfræðingur og mun hlutverk hennar vera verkefnastjórnun og kennsla á vefumsjónarkerfi Stefnu, Moya. Valur og Martha eru bæði útskrifuð sem tölvunarfræðingar úr Háskólanum á Akureyri. Í dag starfa fimm tölvunarfræðingar frá HA í Stefnu.
18. desember, 2006
Um helgina stóð yfir söfnun á Akureyri þar sem fjármunum var safnað til styrktar Hjálparstarfs kirkjunnar. KEA tók þátt í söfnunni og færði Hjálparstarfi kirkjunnar 70 matarpoka, sem verða afhentir skjólstæðingum Hjálparstarfsins núna í aðdraganda jólanna.
23. nóvember, 2006
Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir afhenti í dag styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA við hátíðlega athöfn í Ketilhúsinu á Akureyri. Að þessu sinni hlutu 22 einstaklingar og félagasamtök styrki úr sjóðnum, samtals að upphæð 5 milljónir króna.
22. nóvember, 2006
Kælismiðjan Frost ehf. hefur eignast þriðjungs hlut í fyrirtækinu P/f Frost í Færeyjum og hafa félögin samið um náið samstarf í framtíðinni. Jafnframt hefur Hildingur ehf. keypt sig inn í Fjárfestingarfélagið Sylgju ehf. sem á 20% hlut í Kælismiðjunni Frosti. Aðrir eigendur Kælismiðjunnar Frosts eru starfsmenn hjá félaginu, sem eiga 60% hlut og Fjárfestingafélagið Fjörður ehf. sem á 20% hlut.
20. október, 2006
KEA og Akureyrarbær hafa staðfest samstarfsyfirlýsingu, sem hefur fyrst og fremst að markmiði að stuðla að uppbyggingu þekkingarþorps á svæði Háskólans á Akureyri.
16. október, 2006
KEA auglýsti í september eftir styrkumsóknum í Menningar- og viðurkenningasjóð KEA. Auglýst var eftir umsóknum í tveimur flokkum, í flokki almennra styrkja og í flokki þátttökuverkefna.
11. október, 2006
Fjárfestingarfélagið Hildingur ehf. hefur keypt 44% hlut í Sandblæstri og málmhúðun hf. og er nú stærsti hluthafinn í félaginu. Tveir stjórnendur hjá félaginu hafa aukið sinn eignarhlut og eiga 18% hvor, það eru Tómas Ingi Jónsson, fjármálastjóri félagsins og Helgi Gústafsson, framkvæmdastjóri Ferro Zink, sem er dótturfélag Sandblásturs og málmhúðunar í Hafnarfirði.
05. október, 2006
Hildingur ehf., dótturfélag KEA, er kjölfestufjárfestir í nýjasta fyrirtækinu á íslenskum fjármálamarkaði, sem hefur hlotið nafnið SAGA og verður það með höfuðstöðvar á Akureyri. Gert er ráð fyrir að starfsemi félagsins hefjist vorið 2007.
03. október, 2006
Föstudaginn 6. október kl. 21:00 býður KEA til “Norðlenskrar tónlistarveislu” í Akureyrarkirkju. Fjöldi þekktra tónlistarmanna á öllum aldri mun koma fram og er hugmyndin að Akureyringar og nærsveitamenn geti hlýtt á brot af því besta sem norðlenskir tónlistarmenn hafa fram að færa.
27. september, 2006
KEA auglýsir eftir styrkumsóknum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins. Styrkúthlutun að þessu sinni tekur til tveggja flokka: