Fréttir

Samstarfsyfirlýsing KEA og Akureyrarbæjar

KEA og Akureyrarbær hafa staðfest samstarfsyfirlýsingu, sem hefur fyrst og fremst að markmiði að stuðla að uppbyggingu þekkingarþorps á svæði Háskólans á Akureyri.

120 styrkumsóknir bárust í Menningar- og viðurkenningasjóð

KEA auglýsti í september eftir styrkumsóknum í Menningar- og viðurkenningasjóð KEA.  Auglýst var eftir umsóknum í tveimur flokkum, í flokki almennra styrkja og í flokki þátttökuverkefna.

Hildingur ehf kaupir 44% hlut í Sandblæstri og málmhúðun hf

Fjárfestingarfélagið Hildingur ehf. hefur keypt 44% hlut í Sandblæstri og málmhúðun hf. og er nú stærsti hluthafinn í félaginu.  Tveir stjórnendur hjá félaginu hafa aukið sinn eignarhlut og eiga 18% hvor, það eru Tómas Ingi Jónsson, fjármálastjóri félagsins og Helgi Gústafsson, framkvæmdastjóri Ferro Zink, sem er dótturfélag Sandblásturs og málmhúðunar í Hafnarfirði.

Hildingur með 25% hlut í SAGA – nýju fyrirtæki á fjármálamarkaði með höfuðstöðvar á Akureyri

Hildingur ehf., dótturfélag KEA, er kjölfestufjárfestir í nýjasta fyrirtækinu á íslenskum fjármálamarkaði, sem hefur hlotið nafnið SAGA og verður það með höfuðstöðvar á Akureyri. Gert er ráð fyrir að starfsemi félagsins hefjist vorið 2007.

KEA býður til “Norðlenskrar tónlistarveislu” !

Föstudaginn 6. október kl. 21:00 býður KEA til “Norðlenskrar tónlistarveislu” í Akureyrarkirkju.  Fjöldi þekktra tónlistarmanna á öllum aldri mun koma fram og er hugmyndin að Akureyringar og nærsveitamenn geti hlýtt á brot af því besta sem norðlenskir tónlistarmenn hafa fram að færa. 

Auglýst eftir styrkumsóknum

KEA auglýsir eftir styrkumsóknum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins.  Styrkúthlutun að þessu sinni tekur til tveggja flokka:

Upphaf og Tækifæri sameinast

Stjórnir og hluthafafundir fjárfestingarfélaganna Tækifæris hf. og Upphafs ehf. hafa samþykkt samruna félaganna undir merkjum Tækifæris hf.  Eftir samrunann mun KEA eiga 34% eignarhlut í Tækifæri hf.   Eigið fé hins sameinaða fjárfestingarfélags er tæpar  700 milljónir króna, fjárfestingageta hins sameinaða félags er umtalsverð en þetta félags verður eitt stærsta fjárfestingarfélag sinnar tegundar á landinu.

KEA hagnaðist um 133 milljónir króna á fyrri hluta ársins

Hagnaður varð af rekstri KEA á fyrri hluta ársins 2006 og nam hann 133 millj.kr. að teknu tilliti til reiknaðra skatta.  Hreinar rekstrartekjur námur 242 millj.kr. og rekstrarkostnaður var 52 millj.kr.  Á tímabilinu veitti félagið 23 millj.kr. í styrki.  Hagnaður fyrir reiknaða skatta nam því 167 millj.kr.

KEA styrktaraðili Fiskidagsins mikla

Í dag var undirritaður samningur á milli KEA og Fiskidagsins mikla sem felur í sér öflugri aðkomu KEA að Fiskideginum en áður hefur verið.   Fiskidagurinn mikli er haldinn í sjötta sinn í ár. Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins segir að frá upphafi hafi markmiðið með þessum degi verið að fá fólk til þess að koma saman, hafa gaman, borða fisk og að allt á hátíðarsvæðinu sé frítt, matur skemmtun og afþreying.  Hann segir jafnframt að aðkoma KEA skipti miklu máli við undirbúning og framkvæmd Fiskidagsins.

KEA aðalbakhjarl HSÞ og styrktaraðili landsmóts UMFÍ

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á Laugum í Þingeyjarsveit vegna Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður þar um verslunarmannahelgina.  Í tengslum við endurbyggingu frjálsíþróttavallarins hafa HSÞ og KEA gert með sér samkomulag um stuðning KEA við frjálsíþróttastarf HSÞ. Stuðningurinn felst í því að KEA gefur allan  nauðsynlegan búnað á völlinn til að hægt sé að að stunda þar æfingar og keppni við besta aðbúnað. "Þessi aðkoma KEA er einstaklega höfðingleg og gerir okkur kleyft að opnna þennan völl með glæsibrag og ekki síður er okkur mikilvægt að eignast svona sterkan bakhjarl frjálsíþróttastarfs okkar sem stendur nú með miklum blóma." segir Arnór Benónýsson formaður HSÞ.