Janframt bíður KEA, gestum fiskidagsins uppá leiksýninguna „Dýrin í Hálsaskógi” eftir Thorbjorn Egner í flutningi leikhópsins Lottu.
„Fiskidagurinn mikli“ verður haldinn hátíðlegur í Dalvíkurbyggð í sjöunda sinn þann 11. ágúst. Frá upphafi hefur mikill fjöldi gesta sótt Fiskidaginn mikla heim og notið gestrisni heimamanna. Í ár verður boðið uppá nýjungar i matseðlinum m.a saltfiskbollur, plokkfisk og ef allt gengur upp ígulker. Um 150 manns munu koma fram á aðalsviði dagsins og skemmta gestum með söng, tónlist og ýmsum skemmtilegheitum. Í ár verður þriðja árið sem íbúar Dalvíkurbyggðar bjóða gestum og gangandi heim í fiskisúpu á föstudagskvöldinu fyrir „Fiskidaginn mikla“ en kvöldið hefur gert mikla lukku meðal gesta.
Af nýjungum þetta árið má nefna“Friðar og vináttukeðju” sem mynduð verður á Dalvík. Í henni felst að um klukkustund fyrir súpukvöldið mun fólk safnast saman miðsvæðis á Dalvík og þar á að mynda friðar og vináttukeðjuna. Í tengslum við keðjuna verður frumflutt lag og um leið taka allir höndum saman, þúsundum af friðardúfublöðrum verður sleppt, séra Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands ásamt heiðursgesti munu ávarpa gesti og að lokum er stefnt að því að mynda risaknús.
Að sögn Júlíusar Júlíussonar er afar mikilvægt að fá góða aðila líkt og KEA í lið með Fiskideginum mikla og hann segir að án góðra aðila sé ekki hægt að halda jafn veglega hátíð og raun ber vitni.