Fréttir

KEA gefur FSA ómskoðunartæki

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti Sjúkrahúsinu á Akureyri 10 milljónir króna að gjöf til kaupa á ómskoðunartæki til notkunar á myndgreiningardeild.

KEA styrktir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis

Framkvæmdastjóri KEA, Halldór Jóhannsson, afhenti Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrk að fjárhæð 2,5 milljónir króna.

KEA styrkir flygilkaup fyrir Þorgeirskirkju

KEA hefur afhent Þingeyskum sagnagarði styrk að fjárhæð 500.000 krónur sem renna til flygilkaupa fyrir Þorgeirskirkju. Flygillinn er af gerðinni Estonia og var kaupverð hans og fylgihluta um 2,2 milljónir króna.

KEA úthlutar sjö milljónum króna úr Háskólasjóði

Á háskólahátíðinni sem fram fór í Sólborg, húsnæði Háskólans á Akureyri laugardaginn 14.júní sl. afhentu Kristján Möller, samgönguráðherra og Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA sjö  milljónir króna úr Háskólasjóði KEA.

KEA færir HL-stöðinni styrk

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti nýlega HL-stöðinni á Akureyri styrk að fjárhæð 2,5 milljónir króna til tækjakaupa.

KEA úthlutar 5.8 milljónum úr Menningar- og viðurkenningasjóði

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, úthlutaði í dag styrkjum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins. Að þessu sinni var úthlutað úr tveimur flokkum; annars vegar íþróttastyrkjum og hins vegar styrkjum sem veittir eru ungum afreksmönnum á sviði mennta, lista og íþrótta.

Bögglageymslan fær viðurkenningu Húsverndunarsjóðs

Viðurkenningar Húsverndunarsjóðs fyrir endurbætur á eldri byggingum voru afhentar á árlegri vorkomuhátíð Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta.

KEA gefur flygil í Hof

Reisugildi var haldið í Hofi í dag að viðstöddu fjölmenni.  Við það tækifæri var skrifað undir samkomulag KEA og Akureyrarbæjar um afhendingu flygils sem KEA mun festa kaup á og afhenda bænum til afnota í Hofi.  

RES Orkuskóli semur við Þekkingu

RES Orkuskóli sem er með aðstöðu í húsnæði Háskólans á Akureyri, bættist nýverið í ört stækkandi hóp viðskiptavina hjá Þekkingu.

KEA styður Andrésar Andar leikana

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA og Björn Gunnarsson formaður Skíðafélags Akureyrar, hafa undirritað samning um stuðning KEA við Skíðafélag Akureyrar.  Samningnum er sérstaklega ætlað að styrkja Andrésar Andar leikana sem haldnir verða dagana 24. til 26. apríl.