04. apríl, 2008
Í framhaldi af stofnfjáraðilafundi Sparisjóðs Höfðhverfinga hefur KEA gert samning um kaup á öllu stofnfé í sjóðnum með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins. Sparisjóður Höfðhverfinga er einn elsti sparisjóður landsins, stofnaður 1879. Í framhaldinu er gert ráð fyrir því að auka eigið fé sparisjóðsins verulega til þess að efla sjóðinn.
03. apríl, 2008
KEA auglýsir eftir styrkumsóknum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins.Styrkúthlutunin að þessu sinni tekur til tveggja flokka þar sem auglýst er eftir umsóknum úr flokki Ungra afreksmanna annars vegar og úr flokki íþróttamála hins vegar.
17. mars, 2008
KEA hefur, ásamt öðrum fjárfestum, fest kaup á Hafnarstræti 98. Fyrri eigendur hússins höfðu áformað niðurrif á því þegar húsafriðunarnefnd friðaði húsið síðasta haust og hefur nokkur umræða um húsið fylgt í kjölfarið.
12. mars, 2008
Hannes Karlsson var endurkjörinn formaður stjórnar KEA á fyrsta fundi nýrrar stjórnar að loknum aðalfundi félagsins um helgina. Björn Friðþjófsson var endurkjörinn varaformaður stjórnar og Jóhannes Ævar Jónsson var endurkjörinn ritari.
08. mars, 2008
Í ljósi góðrar afkomu á síðasta ári, hefur stjórn KEA ákveðið að veita styrki til nokkurra verkefna. Þetta kom fram í máli Hannesar Karlssonar stjórnarformanns á aðalfundi KEA í dag. Stjórn félagsins samþykkti allt að 10 milljónir króna til kaupa á hágæða flygli fyrir Hof menningarhús og allt að 10 milljónir króna til kaupa á nýju ómskoðunartæki fyrir FSA.
19. febrúar, 2008
KEA-kortið er afsláttar- og fríðindakort sem KEA gefur út og sendir félagsmönnum, þeim að
kostnaðarlausu.
19. febrúar, 2008
Samkvæmt ársreikningi KEA fyrir árið 2007 nam hagnaður félagsins rúmum 913 milljónum króna eftir skatta samanborið við 287 milljóna króna hagnað árið áður. Bókfært eigið fé félagsins um síðustu áramót nam rúmlega 5,4 milljörðum króna og heildareignir voru tæpir 5,8 milljarðar.
06. febrúar, 2008
Deildarfundir KEA verða haldnir sem hér segir:Deildarfundur Þingeyjardeildar KEAVerður haldinn þriðjudaginn 19. feb kl.16:30 á Veitingastaðnum Sölku HúsavíkDeildarfundur Austur-Eyjafjarðardeildar KEAVerður haldinn þriðjudaginn 19. feb. kl. 20:00 á ÖngulsstöðumDeildarfundur Vestur-Eyjafjarðardeildar KEAVerður haldinn miðvikudaginn 20. feb. kl. 16:00 í Þelamerkurskóla Deildarfundur Út-Eyjafjarðardeildar KEAVerður haldinn miðvikudaginn 20. feb. kl. 20.00 í Safnaðarheimilinu á DalvíkDeildarfundur Akureyrardeildar KEAVerður haldinn fimmtudaginn 21. feb. kl. 20:00 á Hótel KEA Deildarstjórnir
15. janúar, 2008
KEA hefur ráðið til starfa Sverri Gestsson en hann mun hafa yfirumsjón með fjárfestingum KEA í skráðum verðbréfum og öðrum þróuðum fjármálaafurðum. Sverrir er 36 ára iðnrekstrarfræðingur frá Tækniháskóla Íslands og viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst.
10. janúar, 2008
KEA og Knattspyrnufélag Akureyrar (KA) hafa gert með sér ítarlegan samstarfssamning, sem tekur til allra deilda KA. Samningurinn, sem gildir til 31. desember 2008, var undirritaður á 80 ára afmælisdegi KA 8. janúar sl. Á samningstímanum er KEA einn af aðalstyrktaraðilum Knattspyrnufélags Akureyrar.