07. október, 2003
Eins og fram kom í fréttum í gær hefur Kaldbakur hf. selt 50,4% eignarhlut sinn í Samkaupum hf. til Kaupfélags Suðurnesja svf., sem áður átti 49,6% í Samkaupum á móti Kaldbaki. Áætlaður bókfærður söluhagnaður Kaldbaks hf. af sölunni á hlutnum í Samkaupum er rösklega 1.100 milljónir króna.
Samhli
03. október, 2003
Á stjórnarfundi í Kaupfélagi Eyfirðinga svf. sl. miðvikudag, 1. október, var samþykkt að fela framkvæmdastjóra félagsins að taka upp viðræður við Landsbanka Íslands vegna hugmynda bankans um sölu á sjávarútvegssviði Eimskipafélags Íslands. Eftirfarandi samþykkt var gert um málið í stjórn KEA:
Fra
24. september, 2003
Eins og fram hefur komið hérna á heimasíðunni samþykkti stjórn KEA þann 30. ágúst sl. að félagið myndi ganga til samninga við Kaldbak hf. um kaup á öllum hlutabréfum Kaldbaks í Norðlenska matborðinu hf. Um er að ræða 99% eignarhlut.
Á þeim tæpa mánuði sem liðinn er frá þessari stjórnarsamþykkt
01. september, 2003
Norðlenska hefur boðað til þriggja opinna funda með bændum vegna málefna félagsins og verða fulltrúar KEA einnig á fundunum. Þeir verða haldnir í Hótel Valaskjálf , Egilsstöðum þriðjudaginn 2. september kl. 20.30, Hlíðarbæ miðvikudaginn 3. september kl. 13.30 og Ýdölum þann 3. september kl. 20.30.
01. september, 2003
Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga svf. samþykkti á fundi seint á laugardag að félagið gangi til samninga við Kaldbak hf. um kaup á öllum hlutabréfum þess félags í Norðlenska matborðinu hf. (Norðlenska). Um er að ræða 99% eignarhlut. Í aðdraganda þessarar ákvörðunar komu félög bænda í Eyjafirði og Suður-Þ
26. ágúst, 2003
Á fundi stjórnar KEA í dag var fjallað um og samþykkt uppgjör félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins.
Fram kom að rekstrartekjur félagsins fyrstu sex mánuðina voru röskar 9,3 milljónir króna en rekstrargjöldin 33,6 milljónir. Að teknu tilliti til tekju- og eignarskatts á tímabilinu var rekstrarta
21. ágúst, 2003
Félagsmönnum í KEA er boðið á tónleika í Akureyrarkirkju nk. sunnudag, 24. ágúst kl. 17 þar sem Gerður Bolladóttir, sópransöngkona, syngur við undirleik Kára Þormar, orgelleikara. Hjörtur Pálsson, rithöfundur verður með upplestur.
Á þessum tónleikum verður viðfangsefnið Jón biskup Arason. Hans verð
08. júlí, 2003
Kaupfélag Eyfirðinga svf. seldi í dag Eignarhaldsfélaginu Feng 6% hlutafjár í Kaldbaki hf. eða kr. 105.265.779 að nafnverði á genginu 3,68. Eignarhlutur KEA í Kaldbaki eftir söluna er 27,02%, eða kr. 473.985.112 að nafnverði en var 33,02% eða kr. 579.250.891 að nafnverði. Fengur átti ekki í Kaldbak
26. júní, 2003
Stjórn KEA kom saman til fundar í grunnskólanum í Hrísey sl. þriðjudag. Annars vegar var haldinn venjubundinn stjórnarfundur og hins vegar tóku stjórnarmenn ítarlega stefnumótunarumræðu, sem nýtist stjórn félagsins til þess að marka stefnuna næstu misserin. Á fundinum var farið vítt yfir sviðið, hve
25. júní, 2003
Á vordögum efndi KEA til félagsmannahappdrættis í því skyni að fá nýja félagsmenn í KEA. Annars vegar var dregið úr hópi nýrra félagsmenn í KEA og hins vegar úr hópi eldri félaga. Nú hefur verið dregið í þessu happdrætti og eru hinir heppnu:
Úr hópi þeirra sem gengu í félagið nú í vor: Pétur Bo