Félagsmönnum í KEA boðið á tónleika 24. ágúst

Tónleikarnir verða í Akureyrarkirkju sunnudaginn 24. ágúst.
Tónleikarnir verða í Akureyrarkirkju sunnudaginn 24. ágúst.
Félagsmönnum í KEA er boðið á tónleika í Akureyrarkirkju nk. sunnudag, 24. ágúst kl. 17 þar sem Gerður Bolladóttir, sópransöngkona, syngur við undirleik Kára Þormar, orgelleikara. Hjörtur Pálsson, rithöfundur verður með upplestur. Á þessum tónleikum verður viðfangsefnið Jón biskup Arason. Hans verðFélagsmönnum í KEA er boðið á tónleika í Akureyrarkirkju nk. sunnudag, 24. ágúst kl. 17 þar sem Gerður Bolladóttir, sópransöngkona, syngur við undirleik Kára Þormar, orgelleikara. Hjörtur Pálsson, rithöfundur verður með upplestur. Á þessum tónleikum verður viðfangsefnið Jón biskup Arason. Hans verður minnst með dagskrá sem tvinnar saman veraldlegan og trúarlegan kveðskap, auk annarra laga frá kaþólskum tíma. Á tónleikunum flytja þau Gerður og Kári m.a. tvö ný tónverk Örlygs Benediktssonar, tónskálds, við ljóð Jóns Arasonar. Eins og áður segir er öllum félagsmönnum í KEA boðið á þessa tónleika. Þeim sem hyggjast nýta sér þetta ágæta tækifæri er bent á að nálgast boðsmiða á tónleikana á skrifstofu Fjárstoðar að Hafnarstræti 91 á Akureyri á morgun, föstudaginn 22. ágúst, milli kl. 8 og 16.