Eins og fram kom í fréttum í gær hefur Kaldbakur hf. selt 50,4% eignarhlut sinn í Samkaupum hf. til Kaupfélags Suðurnesja svf., sem áður átti 49,6% í Samkaupum á móti Kaldbaki. Áætlaður bókfærður söluhagnaður Kaldbaks hf. af sölunni á hlutnum í Samkaupum er rösklega 1.100 milljónir króna.
SamhliEins og fram kom í fréttum í gær hefur Kaldbakur hf. selt 50,4% eignarhlut sinn í Samkaupum hf. til Kaupfélags Suðurnesja svf., sem áður átti 49,6% í Samkaupum á móti Kaldbaki. Áætlaður bókfærður söluhagnaður Kaldbaks hf. af sölunni á hlutnum í Samkaupum er rösklega 1.100 milljónir króna.
Samhliða sölu á hlut Kaldbaks í Samkaupum var gengið frá viljayfirlýsingu um að félagsmönnum KEA verði tryggð bestu kjör í viðskiptum við verslanir Samkaupa og Kaupfélag Suðurnesja mun standa við skuldbindingar gagnvart þróun kostakortsins í viðskiptum félagsmanna. Orðrétt segir í samkomulagi Kaldbaks og Kaupfélags Suðurnesja:
Kaupandi (KSK) lýsir því yfir við undirritun samningsins að hann mun halda áfram viðræðum við Kaupfélag Eyfirðinga svf., stærsta einstaka eiganda seljanda, um stofnun og aðild Samkaupa hf. að svokölluðu Kostakorti.
Að sögn Benedikts Sigurðarsonar, stjórnarformanns KEA svf. hefur Kaupfélag Suðurnesja óskað eftir samstarfi við KEA um framtíðareignarhald á Samkaup. Stjórn KEA hefur falið framkvæmdastjóra félagsins að taka upp viðræður við forsvarsmenn Kaupfélags Suðurnesja - með það fyrir augum að tryggja sem best hagsmuni félagsmanna KEA og aðra staðbundna hagsmuni. Málið verður þannig til skoðunar á næstunni á vegum KEA.