Á fundi stjórnar KEA í dag var fjallað um og samþykkt uppgjör félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins.
Fram kom að rekstrartekjur félagsins fyrstu sex mánuðina voru röskar 9,3 milljónir króna en rekstrargjöldin 33,6 milljónir. Að teknu tilliti til tekju- og eignarskatts á tímabilinu var rekstrartaÁ fundi stjórnar KEA í dag var fjallað um og samþykkt uppgjör félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins.
Fram kom að rekstrartekjur félagsins fyrstu sex mánuðina voru röskar 9,3 milljónir króna en rekstrargjöldin 33,6 milljónir. Að teknu tilliti til tekju- og eignarskatts á tímabilinu var rekstrartap félagsins því 27,254 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Veltufé til rekstrar nam 34 millj. kr.
Eftirfarandi upplýsingar koma fram í tilkynningu Kaupfélags Eyfirðinga til Kauphallar Íslands í dag:
Heildareignir félagsins nema 2.358 millj. kr. og skuldir 353 millj. kr. Bókfært eigið fé er því 2.005 millj. kr. og eiginfjárhlutfall 85%. Kaldbakur, fjárfestingarfélag hf. hefur tekið að sér að greiða allar langtímaskuldir félagsins, nú 325 millj. kr. Í reikningum félagsins er því myndaður mótreikningur við langtímaskuldir þess meðal langtímakrafna, sem sýnir þá kröfu sem félagið á á hendur Kaldbaki, fjárfestingarfélagi hf.
Hinn 30. júní sl. átti félagið hlutabréf í fjárfestingarfélaginu Kaldbaki hf. að nafnverði kr. 579.250.891 eða 33,02% hlut og nam bókfært verð hlutarins kr. 1.520.535.696. Hinn 8. júlí síðastliðinn seldi félagið kr. 105.265.779 að nafnverði hlutafjár í Kaldbaki fyrir kr. 387.378.067 og mun söluhagnaður að fjárhæð um 100 millj. kr. færast í ársuppgjöri félagsins. Eftir þessa sölu er eignarhlutur félagsins í Kaldbaki hf. 27,02%.
Kaupfélag Eyfirðinga svf. hefur ekki lengur með höndum eiginlegan atvinnurekstur heldur starfar sem byggðafestufélag. Tilgangur félagsins er að vinna að hagsmunum félagsmanna og efla búsetu á félagssvæðinu, sem nær yfir Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur. Þeim tilgangi sinnir félagið einkum með að:
1. Hafa með höndum umsjón og eignarhald á hlutafé KEA í hlutafélögum og öðrum félögum og taka þátt í stjórnun þeirra.
2. Ávaxta eignir KEA og ráðstafa hæfilegum arði af þeim til félagsmanna sinna og til eflingar atvinnu og mannlífs á félagssvæðinu.
3. Hafa frumkvæði að því að stofna til fjárfestingar og nýsköpunar í atvinnurekstri á félagssvæðinu og kalla eftir samstarfi við opinbera aðila, við fyrirtæki, fjárfesta og einstaklinga í því skyni að efla atvinnulíf.
4. Leita samninga um viðskiptakjör fyrir félagsmenn.
Á fyrri helmingi ársins veitti Kaupfélagið margvíslega styrki til menningar-, líknar- og æskulýðsstarfsemi að fjárhæð samtals um 10 millj. kr. og eru þeir gjaldfærðir í uppgjörinu.
Félagsmenn í Kaupfélagi Eyfirðinga svf. eru á áttunda þúsund talsins og eiga allir jafnan hlut.
Bent er á að margvíslegar upplýsingar um félagið koma fram á heimasíðu þess, www.kea.is .
Nánari upplýsingar veitir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, í síma 460 3400.