Á stjórnarfundi í Kaupfélagi Eyfirðinga svf. sl. miðvikudag, 1. október, var samþykkt að fela framkvæmdastjóra félagsins að taka upp viðræður við Landsbanka Íslands vegna hugmynda bankans um sölu á sjávarútvegssviði Eimskipafélags Íslands. Eftirfarandi samþykkt var gert um málið í stjórn KEA:
Fra Á stjórnarfundi í Kaupfélagi Eyfirðinga svf. sl. miðvikudag, 1. október, var samþykkt að fela framkvæmdastjóra félagsins að taka upp viðræður við Landsbanka Íslands vegna hugmynda bankans um sölu á sjávarútvegssviði Eimskipafélags Íslands. Eftirfarandi samþykkt var gert um málið í stjórn KEA:
Framkvæmdastjóra KEA verði falið að ræða við fulltrúa Landsbankans eða nýrrar stjórnar Eimskipafélagsins um fyrirhugaða sölu á ÚA. KEA hyggst í framhaldinu kanna möguleika á að mynda hóp til að kaupa ÚA og tryggja þá miklu atvinnuhagsmuni sem eru af að félagið starfi áfram á Norðurlandi.
Eins og komið hefur fram er boðaður hluthafafundur í Eimskipafélagi Íslands þann 9. október nk. í framhaldi af kaupum Landsbanka Íslands og tengdra aðila á ráðandi hlut í Eimskipafélaginu. Á hluthafafundinum verður félaginu m.a. kjörin ný stjórn.
Í tengslum við þær breytingar sem hafa orðið að undanförnu á eignarhaldi á Eimskipafélaginu hefur komið fram að áhugi nýrra eigenda Eimskipafélagsins standi til þess að selja sjávarútvegsstarfsemi félagsins. Í því ljósi hefur Kaupfélag Eyfirðinga nú með formlegum hætti lýst vilja sínum til þess að ræða þetta mál við fulltrúa Landsbankans eða nýja stjórn í Eimskipafélaginu. Útgerðarfélag Akureyringa, sem er ein af þremur stoðum í sjávarútvegsstarfsemi Eimskipafélagsins, er og hefur lengi verið öflugt fyrirtæki í atvinnulífinu á Norðurlandi og við teljum mikilvægt að leggja okkar lóð á vogarskálina til þess að svo megi verða áfram, segir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA.