KEA gefur Sundlaug Akureyrar hjartarafstuðtæki

Hjartarafstuðtækið er lítið og handhægt öryggistæki sem margoft hefur sannað ágæti sitt.
Hjartarafstuðtækið er lítið og handhægt öryggistæki sem margoft hefur sannað ágæti sitt.
Kaupfélag Eyfirðinga hefur fært Sundlaug Akureyrar að gjöf sjálfvirkt hjartarafstuðtæki af gerðinni “Access CardioSystems”, sem er einfalt og handhægt öryggistæki. Við hjartastopp er tækinu brugðið á viðkomandi og sýnir reynslan að með því að senda rafstraum í gegnum hjartað er unnt að koma þvíKaupfélag Eyfirðinga hefur fært Sundlaug Akureyrar að gjöf sjálfvirkt hjartarafstuðtæki af gerðinni “Access CardioSystems”, sem er einfalt og handhægt öryggistæki. Við hjartastopp er tækinu brugðið á viðkomandi og sýnir reynslan að með því að senda rafstraum í gegnum hjartað er unnt að koma því aftur í eðlilegan takt, sé það gert innan fárra mínútna. Landlæknisembættið og heilbrigðisyfirvöld út um allan heim leggja áherslu á að slík hjartarafstuðtæki séu sem víðast til staða, þar á meðal í íþróttamiðstöðvum. Með þessari gjöf vill Kaupfélag Eyfirðinga leggja Sundlaug Akureyrar lið í að tryggja eins og kostur er öryggi sundlaugargesta, sem hefur fjölgað ár frá ári á síðustu árum og í ár stefnir í algjört met sundlaugargesta. Starfsfólk Sundlaugar Akureyrar mun á næstu dögum fá þjálfun í notkun tækisins og fara yfir önnur öryggismál laugarinnar.