KEA kaupir nýtt hlutafé í Djúprafi ehf. í Ólafsfirði fyrir 5 milljónir króna

Rafallinn umræddi sem Björgvin Björnsson hefur þróað á undanförnum árum og Djúpraf ehf. var síðan st…
Rafallinn umræddi sem Björgvin Björnsson hefur þróað á undanförnum árum og Djúpraf ehf. var síðan stofnað um. Rafallinn er í alþjóðlegu einkaleyfisferli og niðurstaða úr því ætti að liggja fyrir í september nk.
Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga svf. hefur samþykkt að kaupa hlutafé að upphæð kr. 5 milljónir í Djúprafi ehf. í Ólafsfirði, sem stofnað var um hönnun og framleiðslu á rafal til þess að knýja mælitæki togveiðarfæra. Rafallinn kemur í stað einnota eða endurhlaðanlegra rafhlaðna. Björgvin Björnsson, BStjórn Kaupfélags Eyfirðinga svf. hefur samþykkt að kaupa hlutafé að upphæð kr. 5 milljónir í Djúprafi ehf. í Ólafsfirði, sem stofnað var um hönnun og framleiðslu á rafal til þess að knýja mælitæki togveiðarfæra. Rafallinn kemur í stað einnota eða endurhlaðanlegra rafhlaðna. Björgvin Björnsson, Baadermaður á Sigurbjörgu ÓF-1 í Ólafsfirði, hefur á undanförnum árum gert tilraunir með rafal til að knýja mælitæki togveiðarfæra, fyrst og fremst höfuðlínumæla og var stofnað fyrirtækið Djúpraf ehf. um þessa tækninýjung. Tilraunirnar hafa gefið góða raun og nú er búið að fullsmíða tvo rafala og gera á þeim prófanir, m.a. um borð í Sigurbjörgu ÓF og Árbaki EA. Ljóst er að tækið stenst allar kröfur og bendir allt til að með því að nota rafalana í stað rafhlaðna geti útgerðir sparað verulega fjármuni. Þá er vitað að með rafalnum endist höfuðlínunemarnir lengur vegna þess að stöðugar sundurtektir vegna rafhlöðuskipta myndu þá heyra sögunni til. Að því ógleymdu að hér er um að ræða mun umhverfisvænni lausn en þegar um er að ræða rafhlöður. Sem fyrr segir er þegar búið að fullsmíða tvo rafala fyrir allt að 1800 metra dýpi og má því segja að hönnunarþættinum sé að stærstum hluta lokið. Fyrir liggur að smíða fleiri rafala og hefja markvissa kynningu hér á landi og erlendis á þessari tækninýjung. Ljóst er að markaðurinn er umtalsverður því að um borð í hvert togskip þarf tvo rafala. Rafallinn er í einkaleyfisferli erlendis og er niðurstöðu úr því að vænta í september nk.