Horft norður Eyjafjörð af Vaðlaheiði.
Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA, er fulltrúi KEA í stjórn Vaxtarsamnings Eyjafjarðarsvæðisins, en Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur skipað í stjórnina, að fengnum tilnefningum frá aðilum samningsins. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, er formaðBenedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA, er fulltrúi KEA í stjórn Vaxtarsamnings Eyjafjarðarsvæðisins, en Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur skipað í stjórnina, að fengnum tilnefningum frá aðilum samningsins. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, er formaður stjórnarinnar.
Auk Þorsteins og Benedikts eru í stjórninni Baldur Pétursson, tilnefndur af iðnaðarráðuneyti, Sigríður Stefánsdóttir, tilnefnd af Akureyrarbæ, Guðmundur Guðmundsson, tilnefndur af Byggðastofnun, Valur Knútsson, fyrir hönd sveitarfélaga í Eyjafirði, Berglind Hallgrímsdóttir, tilnefnd af Iðntæknistofnun Íslands - Impru Nýsköpunarmiðstöð, Ásgeir Magnússon, fulltrúi Skrifstofu atvinnulífsins á Norðurlandi, Björn Snæbjörnsson, tilnefndur af stéttarfélögum í Eyjafirði og Hermann Ottósson, tilnefndur af Útflutningsráði Íslands.
Eins og áður hefur verið greint frá hér á heimasíðunni tekur Vaxtarsamningurinn til tímabilsins 2004 til 2007. Heildarfjármagn til reksturs samningsins þessi tæp 4 ár er áætlað 177,5 milljónir króna.