Bein fjárframlög KEA til Vaxtarsamnings um Eyjafjarðarsvæðið nema 35 milljónum króna

Heildarfjárframlög til Vaxtarsamnings um Eyjafjarðarsvæðið á árunum 2004-2007 nema 177,5 milljónum k…
Heildarfjárframlög til Vaxtarsamnings um Eyjafjarðarsvæðið á árunum 2004-2007 nema 177,5 milljónum króna.
Í gær var skrifað undir Vaxtarsamning Eyjafjarðarsvæðisins fyrir árin 2004-2007. Aðilar að samningnum eru Iðnaðarráðuneytið, Akureyrarbær, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, fyrir hönd sveitarfélaga í Eyjafirði, Byggðastofnun, Háskólinn á Akureyri, Iðntæknistofnun - Impra nýsköpunarmiðstöð, Kaupfélag Í gær var skrifað undir Vaxtarsamning Eyjafjarðarsvæðisins fyrir árin 2004-2007. Aðilar að samningnum eru Iðnaðarráðuneytið, Akureyrarbær, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, fyrir hönd sveitarfélaga í Eyjafirði, Byggðastofnun, Háskólinn á Akureyri, Iðntæknistofnun - Impra nýsköpunarmiðstöð, Kaupfélag Eyfirðinga svf., Skrifstofa atvinnulífsins á Norðurlandi, stéttarfélög í Eyjafirði og Útflutningsráð. Í fyrstu grein samningsins kemur fram að aðilar ðilar skuldbindi sig til samstarfs í samræmi við markmið og önnur ákvæði samningsins. Hver þeirra skal tilnefna einn fulltrúa í stjórn Vaxtarsamningsins. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra skipar stjórn Vaxtarsamningsins samkvæmt tilnefningum þeirra sem eru aðilar að samningnum. Jafnframt skipar ráðherra formann án tilnefningar. Hlutverk stjórnarinnar er að annast stefnumótun og yfirstjórn samningsins og hafa eftirlit með framkvæmd hans. Stjórnin skal kjósa 4 menn sem ásamt formanni mynda framkvæmdaráð og setja sér reglur þar sem nánar verði kveðið á um verklag hennar og framkvæmdaráðs. Formaður stjórnar er jafnframt formaður framkvæmdaráðs. Heimilt er að veita fleiri aðilum aðild að samningnum. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar (AFE) tekur að sér framkvæmd samningsins í samræmi við ákvæði hans. Gerður verði sérstakur verksamningur við AFE vegna þessa. Í annarri grein samningsins segir að markmið Vaxtarsamningsins sé að: - Efla Eyjafjarðarsvæðið sem eftirsóttan valkost til búsetu. - Stuðla að fjölgun íbúa á Eyjafjarðarsvæðinu um 1500 frá árinu 2003 til 2007. - Auka samkeppnishæfni svæðisins og efla hagvöxt. - Þróa og styrkja vaxtargreinar svæðisins og efla svæðisbundna sérþekkingu. - Fjölga samkeppnishæfum fyrirtækjum og störfum og efla framboð á vörum og þjónustu. - Nýta möguleika sem skapast með aðild að alþjóðlegum verkefnum. - Laða að alþjóðlega fjárfestingu og þekkingu. "Eins og fram kemur er megin markmiðið að efla Eyjafjarðarsvæðið sem eftirsóttan valkost til búsetu. Þessi samningur er einn áfangi í uppbyggingu svæðisins, þannig að um árið 2020 verði íbúatala svæðisins orðin um 30.000. Kjarni aðgerða í þessa veru er að efla samkeppnishæfni atvinnulífs og svæðisins og auka þannig sjálfbæran hagvöxt og fjölga þannig atvinnutækifærum og íbúum. Meginverkefni vaxtarsamnings er að stuðla að uppbyggingu klasa og tengslaneta helstu aðila á viðkomandi kjarnasviðum og verkefnum er þeim tengjast . Einstaka klasar verði sjálfstæðir og óháðir stjórn Vaxtarsamnings og starfi á forræði þátttakenda í viðkomandi klasa." Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar annast framkvæmdastjórn Vaxtarsamningsins samkvæmt sérstökum verksamningi. Helstu framkvæmdaratriði samningsins eru: - Vinna að uppbyggingu klasa á kjarnasviðum Eyjafjarðarsvæðisins. - Veita ráðgjöf um klasa, er nái einnig til aðila utan kjarnasviða, sé þess óskað. - Vinna við einstök klasaverkefni – sem geta verið utan kjarnasviða. - Skilgreina markmið og starfsemi, m.a. vöxt og fjölda starfa eftir klösum. - Leggja áherslu á atriði er varðar aukna samkeppnishæfni svæðisins. - Stuðla að framkvæmd forgangstillagna sem fram hafa komið í skýrslu nefndar um Byggðaáætlun fyrir Eyjafjarðarsvæðið, skv. ákvörðun stjórnar Vaxtarsamningsins hverju sinni og ekki er unnið að á öðrum vettvangi. "Mikilvægt er," segir í samningnum, "að í upphafi starfstíma verði upplýsingamiðlun s.s. í formi námskeiðs með innlendum og erlendum aðilum um framkvæmd klasa. Vaxtarsamningurinn, staða, aðgerðir og áhrif verði metin árlega, m.a. út frá tölulegum staðreyndum um fjölda starfa og veltu af starfsemi sem rekja má til vaxtarsamningsins, bæði innan klasanna og utan. Einnig verði lögð áhersla á atriði er treysti samkeppnishæfni atvinnulífs og svæðisins, m.a. með nýtingu á samanburðarrannsóknum og kynningum er þetta varðar, með innlendum og erl. aðilum á þessu sviði. " Undirbúningur og framkvæmd á einstaka verkefnum innan klasa skal vera í samræmi við áherslur samningsins sem og áherslur innan einstakra klasa. Lögð verði áhersla á uppbyggingu á þeim sviðum sem sterkust eru á svæðinu með því að efla klasamyndun enn frekar, m.a á eftirfarandi sviðum: - Mennta- og rannsóknaklasi - Heilsuklasi - Ferðaþjónustuklasi - Matvælaklasi. Í starfsemi innan einstakra klasa verði lögð áhersla á eftirfarandi: - Skapa aðstæður fyrir nýsköpun og markaðssetningu - Skapa aðstæður til að nýta nýjustu þekkingu á hverju sviði - Auka samvinnu aðila í rannsóknum og þekkingariðnaðarfyrirtækjum - Nýta mannauð og styrkja og auka starfsþjálfun og menntun - Stuðla að uppbyggingu innlendra sem og erlendra tengslaneta á viðkomandi sérsviðum - Bæta samhæfingu aðgerða sveitarstjórna, svæðastjórna og annarra aðila á viðkomandi sérsviðum - Rekstur einstakra klasa skal í megin atriðum fjármagnaður af þeim sem að þeim koma. AFE hefur umsjón með framkvæmd samningsins samkvæmt verksamningi þar að lútandi. Gert er ráð fyrir að félagið hafi sérstakt samstarf við aðila á markaði m.a. á grundvelli sérþekkingar, við framkvæmd einstaka verkefna og kynningu á uppbyggingu klasa. Bein fjjárframlög inn í samninginn koma frá þremur aðilum; Iðnaðarráðuneytinu, Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og Kaupfélagi Eyfirðinga. Hlutur ráðuneytisins er samtals 90 milljónir króna - 10 milljónir árið 2004, 20 milljónir króna árið 2005, 30 milljónir árið 2006 og 30 milljónir árið 2007. KEA leggur samningnum til samtals 35 milljónir - 5 milljónir árið 2004 og 10 milljónir á ári á árunum 2005-2007. Hlutur AFE er samtals 17,5 milljónir - þar af 2,5 milljónir í ár og 5 milljónir á ári á árunum 2005-2007. Framlög í formi sérfræðivinnu nema samtals 35 milljónum króna - þar af er hlutur AFE 17,5 milljónir og 3,5 milljónir króna koma frá Byggðastofnun, Háskólanum á Akureyri, Iðntæknistofnun, Skrifstofu atvinnulífsins og Útflutningsráði. Einstök verkefni sem ekki eru hluti af rekstri samningsins, skulu fjármögnuð sérstaklega utan þessa samnings. Framlög iðnaðarráðuneytis eru háð fjárheimild Alþingis hverju sinni. Samningurinn gildir frá 1. júlí 2004 til 31. desember 2007 og skal endurskoðaður fyrir 1. júní hvers árs á gildistímanum. Árlega skal meta stöðu og árangur samningsins.