Styrkir úr Háskólasjóði KEA voru kynntir og afhentir í Háskólanum á Akureyri í dag. Frá vinstri: Þórleifur Stefán Björnsson, HA, Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri.
Í dag var úthlutað 6,5 milljónum króna úr Háskólasjóði KEA. Alls bárust nítján umsóknir um styrki úr sjóðnum, samtals að upphæð kr. 24 milljónir. Stjórn KEA staðfesti tillögu sérstakrar samstarfsnefndar sjóðsins um úthlutun úr sjóðnum að þessu sinni, en í stjórninni eru Þosteinn Gunnarsson, rektor HÍ dag var úthlutað 6,5 milljónum króna úr Háskólasjóði KEA. Alls bárust nítján umsóknir um styrki úr sjóðnum, samtals að upphæð kr. 24 milljónir. Stjórn KEA staðfesti tillögu sérstakrar samstarfsnefndar sjóðsins um úthlutun úr sjóðnum að þessu sinni, en í stjórninni eru Þosteinn Gunnarsson, rektor HA, Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri Sjafnar, Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, og Eiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks hf.
Miðað hefur verið við að úthluta fimm milljónum króna á ári úr Háskólasjóði KEA, en á síðasta ári var úthlutað 3,5 milljónum króna og var hálf önnur milljón færð yfir á þetta ár og komu því nú til úthlutunar 6,5 milljónir króna.
Eftirtalin þrettán verkefni hlutu styrki að þessu sinni:
Heilsutengdir hagir aldraðra í dreifbýli og þéttbýli 500 þúsund krónur
Umsjónarmenn: Elín Díanna Gunnarsdóttir og Sólveig Ása Árnadóttir.
Hagræn áhrif ferðaþjónustu á Eyjafjarðarsvæðinu 500 þúsund krónur
Umsjónarmaður: Bergþóra Aradóttir.
Afkoma fólks á einöngruðum vinnumarkaði. Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið 500 þúsund krónur
Umsjónarmaður Grétar Þór Eyþórsson.
Barnið í brennidepli 500 þúsund krónur
Umsjónarmaður: Trausti Þorsteinsson.
Fjölnýting jarðhita útflutningur á heitu vatni 1 milljón króna
Umsjónarmaður: Bjarni Hjarðar.
A comparative study of child protection in Iceland and England 200 þúsund krónur
Umsjónarmaður: Elizabeth Fern.
International Research Chair 1 milljón króna
Umsjónarmaður: Þórleifur Stefán Björnsson.
Jarðhitaauðlindir tækifæri til atvinnusköpunar og byggðaeflingar 500 þúsund krónur
Umsjónarmaður: Hrefna Kristmannsdóttir.
Development of a portable physical therapy advice system 500 þúsund krónur
Umsjónarmaður: Douglas Dankel.
Icelandic Talking Head 500 þúsund krónur
Umsjónarmaður: Douglas Dankel.
Machine level integration of computer based learning and distance learning 300 þúsund krónur
Umsjónarmaður: Syed Murtaza.
Human Rights working for women 250 þúsund krónur
Umsjónarmaður: Rachael Lorna Johnstone.
Menntun drengja í feminísku ljósi (MDF) bók 250 þúsund krónur
Umsjónarmaður: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson.
Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, sagði við úthlutun styrkjanna í dag að þessi rannsóknasjóður sem KEA hefði sett á stofn við HA skipti skólann gríðarlega miklu máli, enda væri hér um að ræða álíka mikla fjármuni og rannsóknasjóður skólans hefði til umráða á ári.
Beneikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA, segist vænta þess að þessir fjármunir komi styrkþegum að góðum notum og auðveldi þeim að vinna að sínum athyglisverðu verkefnum. Benedikt segist telja að þessir styrkir séu í góðum takti við vaxtarsamning við Eyjafjarðarsvæðið sem áætlað að er að verði staðfestur áður en langt um líður.