KEA styrkir handknattleiks- og knattspyrnukonur

Frá undirritun styrktarsamningsins. Frá vinstri: Sævar Helgason, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréf…
Frá undirritun styrktarsamningsins. Frá vinstri: Sævar Helgason, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, formaður KA, Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, Unnsteinn Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, og Eiríkur Jóhann
Kaupfélag Eyfirðinga hefur ásamt þremur öðrum fyrirtækjum á Akureyri, Brimi, Íslenskum verðbréfum og Kaldbaki, gert styrktarsamning við íþróttafélögin Þór og KA sem kveður á um að næstu þrjú árin styrkja þessi fyrirtæki handknattleik og knattspyrnu kvenna hjá Þór og KA um samtals 1,3 milljónir krónaKaupfélag Eyfirðinga hefur ásamt þremur öðrum fyrirtækjum á Akureyri, Brimi, Íslenskum verðbréfum og Kaldbaki, gert styrktarsamning við íþróttafélögin Þór og KA sem kveður á um að næstu þrjú árin styrkja þessi fyrirtæki handknattleik og knattspyrnu kvenna hjá Þór og KA um samtals 1,3 milljónir króna á ári. Íþróttafélögin KA og Þór halda úti sameiginlegu kvennaliði bæði í handknattleik og knattspyrnu og Siglfirðingar eru raunar einnig með í knattspyrnuliðinu, sem kallað er Þór/KA/KS. KA-menn sjá um rekstur handboltaliðsins en Þórsarar um knattspyrnuliðið. Áðurnefnd fyrirtæki styrkja bæði félög um samtals 1,3 milljónir króna á ári í þrjú ár og fær hvort félag 650 þúsund krónur á ári til styrktar kvennaliðunum. Félögin sömdu á dögunum við nokkur stór fyrirtæki á Akureyri, sem ætla að styrkja liðin um samtals 1,3 milljónir króna á ári í þrjú ár. Hvort félag fær þannig 650 þúsund krónur á ári til styrktar kvennaliðunum.