Aðgangur að tónlistarveislunni er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Til þæginda er nauðsynlegt að gestir nái sér í aðgöngumiða sem verða afhentir endurgjaldslaust á skrifstofu KEA, Glerárgötu 36, miðvikudaginn 4. október og fimmtudaginn 5. október frá kl. 10:00 til 17:00. Akureyrarkirkja tekur 450 manns í sæti og því viðbúið að færri komist að en vilja.
Meðal þeirra sem fram koma eru: Karlakór Akureyrar – Geysir, Óskar Pétursson, Stúlknakór Akureyrarkirkju, Eyþór Ingi Jónsson, PKK og fleiri.
KEA hefur til margra ára stutt dyggilega við menningarlífið á Akureyri og komið að fjölbreyttum verkefnum sem hafa sett mikinn svip á samfélagið. Nú er boðið til tónlistarveislu í samstarfi við Riddara musterisriddara á Akureyri, en reglan fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli sínu.