Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA segist ánægður með þennan samruna. Markmið með þessu sé að setja í einn farveg fjárfestingar í nýsköpunar- og framtaksverkefni á svæðinu en fram að þessu hafa þessi tvö félög oft á tíðum verið að fjárfesta í sömu fyrirtækjunum og fást við mjög skyld verkefni. Með þessu næst skilvirkari umsýsla um þessar eignir og einnig næst aukin geta til að taka að sér stærri og fjölbreyttari fjárfestingarverkefni en fjárfestingarstefnu Tækifæris var nýlega breytt og hún útvíkkuð. Aðkoma KEA að þessum tegundum fjárfestinga verður í framhaldinu í gegnum þetta sameinaða félag.