Fréttir

KEA og Sparisjóður Norðlendinga fjármagna kaup á fíkniefnaleitarhundi

KEA og Sparisjóður Norðlendinga hafa tekið höndum saman og tryggt fjármögnun á fíkniefnaleitarhundi sem ætlaður er fyrir Norðurland. Markmiðið er að til Akureyrar fáist vel þjálfaður fíkniefnaleitarhundur, sem m.a. getur tekið þátt í leit fíkniefna á fjölmennum stöðum, s.s. á skemmtistöðum, útisamkomum o.s.frv.

Bjarni Hafþór Helgason ráðinn fjárfestingastjóri KEA

KEA hefur ráðið Bjarna Hafþór Helgason sem fjárfestingastjóra félagsins og mun hann hefja störf um áramót. Fjárfestingastjóri KEA annast framkvæmdastjórn tveggja dótturfélaga KEA, sem eru fjárfestingafélögin Hildingur og Upphaf en stofnfé þeirra félaga er um 1.700 milljónir króna.

KEA kaupir 45% eignarhlut í Stefnu ehf

KEA hefur keypt 45% eignarhlut í upplýsingatæknifyrirtækinu Stefnu ehf. Stefna hefur lagt áherslu á víðtæka þjónustu á sviði upplýsingatækni, verslun og hugbúnaðarþróun á sviði veflausna. Í kjölfar innkomu nýrra hluthafa verða gerðar breytingar sem miða að því að einfalda og skerpa áherslur í rekstri félagsins.

Forseti Íslands afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA

Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA við hátíðlega athöfn í Listasafninu á Akureyri í dag, að viðstöddu fjölmenni. Að þessu sinni hlutu 26 einstaklingar og félagasamtök styrki úr sjóðnum, samtals að upphæð 4,250 milljónir króna.

Fögnuðu fimmtíu ára starfsafmæli

Í dag var efnt til kaffisamsætis í KEA-húsinu á Akureyri í tilefni af því að tveir starfsmenn hafa náð þeim áfanga að hafa starfað hjá KEA og tengdum fyrirtækjum í hálfa öld. Þetta eru þau Jarþrúður Sveinsdóttir og Jóhann Sigtryggsson. Jarþrúður eða Þrúða, eins og hún er oftast kölluð, hóf störf

KEA óskar eftir viðræðum við forsætisráðherra um Matvælarannsóknastofnun

Forsvarsmenn KEA hafa með bréfi dagsettu í gær, 29. nóvember, óskað formlega eftir fundi með Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra, til að ræða möguleika á því með hvaða hætti KEA gæti stutt uppbyggingu á Matvælarannsóknastofnun að hluta eða öllu leyti á félagssvæði KEA. Nú liggur fyrir að ríkis

Forseti Íslands afhendir styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA

Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA við hátíðlega athöfn á Listasafninu á Akureyri laugardaginn 3. desember nk. kl. 15. Að þessu sinni verða afhentir 26 styrkir, samtals að upphæð 4.250.000 kr. Þann 30. september var auglýst var e

Norðlenska - að gefnu tilefni

Í ljósi frétta fyrir helgi um hræringar á kjötmarkaði skal það áréttað að KEA, eitt og sér, hefur ekki áform um að selja eignarhlut sinn í Norðlenska matborðinu ehf. enda er KEA aðili að hluthafasamkomulagi við Búsæld ehf. (félag innleggjenda hjá Norðlenska) og það samkomulag gerir m.a. ráð fyrir ti

Viljayfirlýsing um fjármögnun Orkuseturs og aukin verkefni á Akureyri

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, og Þorkell Helgason, orkumálastjóri, rituðu í dag undir viljayfirlýsingu um samstarf KEA og Orkustofnunar um fjármögnun Orkuseturs og aukin verkefni á Akureyri. Í bókun stjórnar KEA, sem fylgir viljay

KEA efnir til Kaupdaga 23. nóvember til 18. desember

KEA efnir til svokallaðra Kaupdaga dagana 23. nóvember til 18. desember 2005. Kaupdagar fela það í sér að á áttunda þúsund félagsmenn KEA fá senda inneignarmiða að andvirði kr. 6.000 auk þess sem þeim bjóðast góð afsláttarkjör af vöru og þjónustu fyrirtækja á félagssvæðinu á þessu tímabili. Á sl