Fréttir

Vegna ályktunar Kaupmannasamtaka Akureyrar um fríðindakort KEA

Í ljósi mjög jákvæðra viðbragða verslunar- og þjónustuaðila á starfssvæði KEA gagnvart fyrirhugaðri útgáfu fríðindakorts kemur ályktun Kaupmannafélags Akureyrar á óvart. KEA hefur boðið öllum verslunar- og þjónustuaðilum á starfssvæði sínu aðild að kortinu og hafa viðbrögðin verið framar björtustu vonum.

Ánægja með Kaupdaga KEA og mikil fjölgun félagsmanna

Óhætt er að segja að samstarfsaðilar og félagsmenn í KEA hafi almennt verið mjög ánægðir með Kaupdaga KEA, sem efnt var til 23. nóvember til 18. desember á liðnu ári, og var umfang þeirra í samræmi við þær væntingar sem lagt var upp með.

Nýtt útgáfufélag kaupir allar eignir Vikudags

Hildingur ehf. sem er dótturfélag KEA, Kristján Kristjánsson, Birgir Guðmundsson og Ásprent Stíll hafa stofnað útgáfufélag sem keypt hefur allar eignir Vikudags á Akureyri og mun félagið hefja rekstur blaðsins frá og með áramótum.

KEA aðili að stofnun Bjarma líknarfélags ehf.

Í dag, fimmtudaginn 29. desember, var stofnað á Akureyri Bjarmi líknarfélag ehf., sem er undirbúningsfélag að byggingu líknardeildar á Akureyri. Í framhaldi af stofnun félagsins er gert ráð fyrir að finna húsinu stað í bænum og setja af stað hönnunarvinnu, þannig að framkvæmdir geti hafist sem fyrst.

KEA styður Hjálparstarf kirkjunnar

KEA í samstarfi við Norðlenska hefur fært Hjálparstarfi kirkjunnar 70 matarpoka, sem verða afhentir skjólstæðingum Hjálparstarfsins núna í aðdraganda jólanna. Jón Oddgeir Guðmundsson veitti matarpokunum viðtökum í morgun úr hendi Ingibjargar Aspar Stefánsdóttur, markaðs- og kynningarfulltrúa KEA.

Af málefnum Vísindagarðs við HA

Á ársfundi Háskólans á Akureyri í gær var kynnt staða mála við undirbúning Vísindagarða við skólann, en KEA hefur m.a. komið þar að málum. Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA, flutti erindi á ársfundinum um Vísindagarða og í hvaða farvegi undirbúningur þess máls væri.

KEA og Sparisjóður Norðlendinga fjármagna kaup á fíkniefnaleitarhundi

KEA og Sparisjóður Norðlendinga hafa tekið höndum saman og tryggt fjármögnun á fíkniefnaleitarhundi sem ætlaður er fyrir Norðurland. Markmiðið er að til Akureyrar fáist vel þjálfaður fíkniefnaleitarhundur, sem m.a. getur tekið þátt í leit fíkniefna á fjölmennum stöðum, s.s. á skemmtistöðum, útisamkomum o.s.frv.

Bjarni Hafþór Helgason ráðinn fjárfestingastjóri KEA

KEA hefur ráðið Bjarna Hafþór Helgason sem fjárfestingastjóra félagsins og mun hann hefja störf um áramót. Fjárfestingastjóri KEA annast framkvæmdastjórn tveggja dótturfélaga KEA, sem eru fjárfestingafélögin Hildingur og Upphaf en stofnfé þeirra félaga er um 1.700 milljónir króna.

KEA kaupir 45% eignarhlut í Stefnu ehf

KEA hefur keypt 45% eignarhlut í upplýsingatæknifyrirtækinu Stefnu ehf. Stefna hefur lagt áherslu á víðtæka þjónustu á sviði upplýsingatækni, verslun og hugbúnaðarþróun á sviði veflausna. Í kjölfar innkomu nýrra hluthafa verða gerðar breytingar sem miða að því að einfalda og skerpa áherslur í rekstri félagsins.

Forseti Íslands afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA

Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA við hátíðlega athöfn í Listasafninu á Akureyri í dag, að viðstöddu fjölmenni. Að þessu sinni hlutu 26 einstaklingar og félagasamtök styrki úr sjóðnum, samtals að upphæð 4,250 milljónir króna.