17. maí, 2006
Á aðalfundi KEA þann 6. maí síðastliðinn var tilkynnt um úthlutun úr Háskólasjóði KEA árið 2006. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, afhenti styrkina við formlega athöfn í húsnæði Háskólans á Borgum í dag.
17. maí, 2006
Fjárfestingafélagið Upphaf ehf. kynnti í apríl síðastliðnum nýsköpunarsamkeppni sem félagið efndi til. Upphaf er fjárfestingarfélag í eigu KEA sem sinnir framtaks- og nýsköpunarverkefnum og tekur meðal annars þátt í þróun og útfærslu viðskiptahugmynda, frumframleiðslu og fyrstu skrefum markaðssetningar.
06. maí, 2006
Aðalfundur KEA var haldinn í Ketilhúsinu á Akureyri í dag en auk venjulegra aðalfundarstarfa flutti Arngrímur Jóhannsson erindi á fundinum undir yfirskriftinni “Uppbygging íslensks fyrirtækis á erlendum markaði”. Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar eftir aðalfund var Hannes Karlsson kjörinn formaður stjórnar.
04. maí, 2006
Hlutafé í Slippnum Akureyri hefur verið aukið umtalsvert og er heildarvirði þess eftir aukningu 90 mkr. Stærsti hluthafinn er Naustatangi sem er í eigu Málningar, Fjárfestingarfélagsins Fjarðar, stjórnenda Slippsins og fleiri aðila. Með hlutafjáraukningunni kemur Hildingur inn sem nýr eignaraðili og verður næststærsti hluthafinn. Auk Naustatanga og Hildings eru sjö aðilar með smærri eignarhluti í Slippnum Akureyri.
06. apríl, 2006
Fjárfestingafélagið Upphaf ehf. auglýsir eftir hugmyndum um nýsköpunarverkefni sem gætu komið til framkvæmda í Eyjafirði eða Þingeyjarsýslum. Ekki er skilyrði að verkefnin séu alfarið bundin við svæðin og nægir að þau tengist þeim að hluta. Ekki er aðeins leitað eftir hugmyndum um sjálfstæð verkefni heldur getur líka verið um að ræða verkefni sem eru hluti af annarri starfsemi eða rekstri. Verkefnin geta bæði verið á algeru byrjunarstigi eða lengra komin.
30. mars, 2006
Rekstur Prentstofunnar Stell á Akureyri hefur verið sameinaður Ásprenti Stíl ehf. og hyggur hið sameinaða fyrirtæki á enn frekari sókn á prentmarkaði hér á landi. Prentstofan Stell verður rekin áfram sem sjálfstæð eining og mun innan tíðar flytjast í stærra húsnæði í Kaupangi. Með kaupunum styrkist samkeppnisstaða Ásprents Stíls gagnvart stærstu prentsmiðjunum á höfuðborgarsvæðinu enn frekar.
23. mars, 2006
Á næstu vikum verða haldnir aðalfundir í öllum deildum KEA. Allir félagsmenn eru skráðir í deild eftir lögheimili og eru þeir hvattir til að mæta á fund í sinni deild.
21. mars, 2006
Norðurvegur ehf stendur fyrir kynningu á hugmyndum um nýjan veg yfir Kjöl. Verkefnið verður kynnt auk þess sem boðið verður uppá fræðsluerindi tengd hálendisvegum og samgöngumálum almennt.
14. mars, 2006
Á morgun, miðvikudaginn 15. mars, kl. 16 verður undirritaður samstarfsamningur milli Hlíðarfjalls og Vina Hlíðarfjalls um stuðning við rekstur snjóframleiðslukerfisins í Hlíðarfjalli til næstu fimm ára.
14. mars, 2006
Hagnaður varð af rekstri félagsins á tímabilinu og nam hann 263 millj. kr. að teknu tilliti til reiknaðra skatta. Veltufé til rekstrar nam 26 millj. kr.Heildareignir félagsins nema 5.101 millj. kr. og skuldir og skuldbindingar 840 millj. kr. Þar af tekjuskattsskuldbinding að fjárhæð 423 millj.kr. Bókfært eigið fé er því 4.261 millj. kr. og eiginfjárhlutfall 84%.