Úthlutað verður úr flokki ungra afreksmanna á sviði mennta, lista og íþrótta eða til viðurkenninga fyrir sérstök afrek t.d. á sviði björgunarmála. Í þessum flokki skulu umsækjendur vera yngri en 25 ára og búsettir á félagssvæði KEA.
Styrkveitingar til íþróttamála, þar sem markmiðið með styrkveitingunni er að sem flest börn og unglingar eigi kost á íþróttaiðkun og að íþróttamenn eða lið sem skara fram úr geti stundað markvissar æfingar og sótt mót við sitt hæfi. Einnig eru verkefni sem eru til þess fallin að stuðla að heilbrigðum lífstíl almennings eða verkefni sem snúa að uppbyggingu á aðstöðu til íþróttaiðkunar styrkhæf í þessum flokki.
Umsóknarform er að finna hér á heimasíðunni eða á skrifstofu félagsins og skal umsóknum skilað rafrænt eða á skrifstofu KEA fyrir 18. apríl 2008.
Fagráð fjallar um og gerir tillögur að úthlutun hverju sinni en reglugerð Menningar- og viðurkenningasjóðs má finna hér á heimasíðunni.