KEA-kortið er afsláttar- og fríðindakort sem KEA gefur út og sendir félagsmönnum, þeim að
kostnaðarlausu.
Um þessar mundir eru tvö ár frá útgáfu kortsins og á þeim tíma hefur félagsmönnum fjölgað um sjö
þúsund og notkun kortsins farið fram úr björtustu vonum allra sem að útgáfunni komu.Í samningi sem undirritaður var í dag gera KEA og
allir Sparisjóðir sem starfa á félagssvæði KEA með sér samning um útgáfu KEA greiðslukorts, debetkorts og kreditkorts. Kortin
hafa útlit KEA kortsins en eru um leið greiðslumiðill. Auk þess sem þetta hefur í för með sér mikil þægindi fyrir
félagsmenn veita Sparisjóðirnir sérstök kjör til þeirra sem nýta sér kortaútgáfuna.
Almenn KEA kort verða enn í fullu gildi og munu áfram standa fyrir sínu en sömu kjör bjóðast þessum aðilum, ef frá eru talin
vildarkjör Sparisjóðanna, en útgáfa KEA greiðslukorta er liður í að útvíkka og auka þjónustu við félagsmenn
KEA.