Auk venjulegra aðalfundastarfa eru opnar umræður á fundinum um KEA kortið, hlutverk deilda, stöðu KEA og önnur mál. Þegar aðalfundarstörfum lýkur er svo boðið uppá fræðsluerindi. Nánari upplýsingar um fundartíma og fræðsluerindi í hverri deild má finna hér.
Fundurinn er ætlaður félagsmönnum en þeir sem ekki eru skráðir í félagið geta komið og skráð sig á fundarstað eða skráð sig á heimasíðu KEA www.kea.is .
Aðalfundur KEA verður haldinn 6. maí 2006, kl. 10:00. Hver deild kýs tiltekinn fjölda fulltrúa til setu á aðalfundi KEA. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í mótun KEA með setu á aðalfundi eru hvattir til að senda nafn sitt á asta@kea.is – eða hafa samband við viðkomandi deildarstjóra .
Hvetjum alla félagsmenn til virkni og þátttöku í spennandi starfi félagsins.