Á morgun, miðvikudaginn 15. mars, kl. 16 verður undirritaður samstarfsamningur milli Hlíðarfjalls og Vina Hlíðarfjalls um stuðning við rekstur snjóframleiðslukerfisins í Hlíðarfjalli til næstu fimm ára.
Vinir Hlíðarfjalls er hópur fyrirtækja, sem öll eru leiðandi í íslensku atvinnulífi. Þau vilja með samstarfssamningnum renna styrkum stoðum undir rekstur skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli og efla þar með ferða- og atvinnumál á Akureyri.
Vinir Hlíðarfjalls eru:
- Avion Group
- Baugur Group
- Flugfélag Íslands
- Glitnir
- Greifinn
- Höldur
- Icelandair Group
- ISS
- KEA
- Landsbankinn
- Sérleyfisbílar Akureyrar
- Sjóvá