Á árinu keypti KEA umtalsverða eignarhluti í Sandblæstri og Málmhúðun og er einn stofnenda og kjölfestueigenda í SAGA Capital fjárfestingarbanka. Í september á síðasta ári sameinaðist dótturfélagið Upphaf ehf. við Tækifæri hf. undir nafni og merkjum þess síðarnefnda en eignarhlutur KEA í sameinuðu félagi er 34%. Einnig keypti KEA á árinu minni eignarhluti í fyrirtækjum, s.s. Kælismiðjunni Frost, Miðlun og Slippnum Akureyri. KEA á fyrir umtalsverða eignarhluti í Norðlenska, Ásprent Stíl og Þekkingu.
Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA telur uppgjörið viðunandi m.t.t. aðstæðna á fjármála- og fjármagnsmörkuðum og þeirrar fjárfestingastefnu sem félagið fylgir. Um síðustu áramót var stór hluti eigna félagsins bundinn í eignaflokkum sem gefa fastar tekjur s.s. á peningamarkaði. Síðasta ár einkenndist af umróti og óróa á íslenskum fjármálamarkaði það ástand hafði mikil áhrif á veltu og umsvif fjárfestingaverkefna. Stærri fjárfestingaverkefni félagsins ganga vel og undirliggjandi rekstur í samræmi við áætlanir.