KEA úthlutar 5 milljónum króna úr Háskólasjóði

Í dag afhenti Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, fimm milljónir króna úr Háskólasjóði KEA.  Athöfnin fór fram á Borgum, rannsóknar og nýsköpunarhúsi,  við Norðurslóð.

Almennt er horft til verkefna sem eru viðbót við samþykkta starfsemi HA og/eða samstarfsstofnana, verkefna sem fela í sér aukin eða útvíkkuð tækifæri fyrir nemendur og starfsmenn eða verkefni sem eru til þess fallin að efla byggð og tengingu við atvinnulíf, menningu eða náttúrufar félagssvæðisins.
Umsóknir sem bárust sjóðnum að þessu sinni voru átján talsins og upphæðin sem sótt var um tæpar 17 milljónir.  Níu aðilar fengu styrk en alls komu 5 milljónir til úthlutunar.

Eftirtalin verkefni fá styrk úr Háskólasjóði KEA árið 2007:

Aðdragandi jarðskjálfta fyrir Norðurlandi og viðvaranir um þá
Ragnar Stefánsson
Kr. 1.000.000.-

Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri
Þóroddur Bjarnason
Kr. 350.000.-

Nýting hitakærra brennisteinsbaktería í líftækni
Jóhann Örlygsson
Kr. 500.000.-

Lesskilningspróf
Trausti Þorsteinsson
Kr. 500.000.-

Börn og sjónvarp á Íslandi 1968-2003
Kjartan Ólafsson
Kr. 500.000.-

Útvistun þjónustustarfa frá Reykjavík til landsbyggðar
Ingi Rúnar Eðvarðsson
Kr. 800.000.-

Greining á svömpum og samlífisörverum þeirra
Oddur Vilhelmsson
Kr. 500.000.-

Umhverfisrannsóknir vegna bláskeljaræktar
Hreiðar Þór Valtýsson
Kr. 500.000.-

 
Áhrif þjálfunar og reynslu á samspil farsímanotkunar og athygli ökumanna
Kamilla Rún Jóhannsdóttir/Nicola Whitehead
Kr. 350.000.-