Yfirlýsing vegna sölu á ÚA

Kaupfélag Eyfirðinga sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna frétta af sölu ÚA í morgun: Frá því að sú umræða hófst síðastliðið haust að sjávarútvegsstarfsemi Eimskipafélags Íslands kynni að verða seld í heilu lagi eða í hlutum hefur Kaupfélag Eyfirðinga svf. (KEA) lýst áhuga sínum áKaupfélag Eyfirðinga sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna frétta af sölu ÚA í morgun: Frá því að sú umræða hófst síðastliðið haust að sjávarútvegsstarfsemi Eimskipafélags Íslands kynni að verða seld í heilu lagi eða í hlutum hefur Kaupfélag Eyfirðinga svf. (KEA) lýst áhuga sínum á að hafa forgöngu um kaup á Útgerðarfélagi Akureyringa (ÚA). Þessum áhuga hefur verið komið á framfæri á fundum með formanni stjórnar Eimskipafélagsins og með bankastjóra Landsbankans og einnig í fjölmiðlum. Markmið KEA með kaupum á ÚA var að tryggja að starfsemi félagsins yrði áfram öflug á Eyjafjarðarsvæðinu og í Þingeyjarsýslum, en þetta er einmitt starfssvæði KEA. Fjölmargir einstaklingar og forsvarsmenn fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á svæðinu hafa fagnað þessum áhuga KEA enda eru ÚA og dótturfélög þess kjölfesta í atvinnulífi margra sveitarfélaga á svæðinu. Föstudaginn 9. janúar í lok vinnudags lauk Landsbankinn við að senda frá sér gögn um ÚA og voru þau hvorki tæmandi né nákvæm. Óskað hafði verið eftir að þeir sem áhuga kynnu að hafa á viðræðum um kaup á ÚA sendu inn fyrir kl. 14 á mánudaginn 12. janúar “skriflegar hugmyndir sínar um framtíðarrekstur félagsins, kaupverð og upplýsingar um fjárhagslega getu.” Áréttað skal að Landsbankinn óskaði eftir hugmyndum um verð en ekki tilboðum. KEA lýsti með bréfi til Landsbankans þann 12. janúar yfir vilja til áframhaldandi viðræðna um kaup á ÚA. KEA gerði þar grein fyrir hugmyndum sínum um rekstur ÚA og setti fram verðhugmynd sem er mun hærri en Eimskipafélagið greiddi fyrir ÚA árið 2002. Þann 13. janúar upplýsti starfsmaður Landsbankans í símtali við framkvæmdastjóra KEA að aðili utan Eyjafjarðarsvæðisins hefði sett fram hæstu hugmynd um verð fyrir ÚA og rætt yrði við hann fyrst. Væntanlegur kaupandi var ekki nafngreindur en tekið fram að í hans tilviki þyrftu norðanmenn ekki að óttast að dregið yrði úr starfsemi á svæðinu. Í Fréttablaðinu í morgun sagði Magnús Gunnarsson, formaður stjórnar Eimskipafélagsins, “...engar ákvarðanir teknar um formlegar viðræður við aðra.” og vísaði þar til ÚA og Skagtrendings. Nokkrum klukkustundum síðar var svo tilkynnt í Kauphöll að búið væri að selja ÚA. Félagið var því selt í skjóli nætur án þess að heimamönnum gæfist nokkurt tækifæri til að ræða við seljandann um málið. Kaupandinn hefur nú verið nafngreindur og mun hann þekktastur fyrir að hafa keypt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum og brytjað það í spað. Fróðlegt væri að vita hvaða hugmyndir hann hefur kynnt Eimskipafélaginu um framtíð ÚA. Af umfjöllun Fréttablaðsins í dag að ráða hefur Landsbankinn spilað söluferli sjávarútvegsfyrirtækjanna mjög af fingrum fram, eflaust með samþykki Eimskipafélagsins. Gengið var framhjá KEA þrátt fyrir háa verðhugmynd um ÚA og þrátt fyrir yfirlýsingar um vilja til að selja heimamönnum. Gengið var til viðræðna við þann sem átti næsthæstu hugmynd um verð fyrir HB. Var sá hæsti alveg óbundinn af sinni “hugmynd”? Var hún sett fram í hálfkæringi? Hefði KEA átt að setja fram nokkrar misháar hugmyndir varðandi ÚA og kannski hin félögin og falla svo frá þeim sem voru óþarflega háar eða nota þær sem spilapeninga? KEA hefur þungar áhyggjur af þróun málsins og veit fyrir víst að sama gildir um bæjaryfirvöld á Akureyri, ráðherra, þingmenn og eflaust marga fleiri. KEA mótmælir þessum óábyrgu vinnubrögðum Landsbankans og Eimskipafélagsins harkalega og áskilur sér allan rétt til eftirmála. Fyrir hönd Kaupfélags Eyfirðinga svf. Andri Teitsson framkvæmdastjóri