Virkt afl í íslensku atvinnulífi

Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Kaldbaks, og Eiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri f…
Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Kaldbaks, og Eiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri félagsins, á aðalfundi þess í dag.
Eiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks, sagðist á aðalfundi félagsins í dag vera þess fullviss að framtíð þess væri björt. Kaldbakur væri afar sterkt félag og hefði mikla möguleika. Hins vegar væri ekki hægt að líta framhjá því að Kaldbakur væri nokkuð skuldsettur og því biðu nýrrar stjórnEiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks, sagðist á aðalfundi félagsins í dag vera þess fullviss að framtíð þess væri björt. Kaldbakur væri afar sterkt félag og hefði mikla möguleika. Hins vegar væri ekki hægt að líta framhjá því að Kaldbakur væri nokkuð skuldsettur og því biðu nýrrar stjórnar krefjandi en jafnframt mjög spennandi verkefni. Í máli Eiríks kom fram að þann 1. janúar sl. hafi skráðir eigendur í Kaldbaki verið um átta þúsund, en bróðurpartur þeirra er félagsmenn í Kaupfélagi Eyfirðinga svf. Samkvæmt efnahagsreikningi félagsins námu fasta- og veltufjármunir samtals um 6,7 milljörðum króna þann 1. janúar sl. Langtímaskuldir námu þá um 3,2 milljörðum og skammtímalán um 800 milljónum króna. Bókfært eigið fé var um 2,6 milljarðar króna. Eiríkur gat þess hins vegar að þessi tala segði ekki alla söguna því samkvæmt áliti matsnefndar væri eigið fé Kaldbaks í raun hálfur fimmti milljarður króna. Kaldbakur mun samkvæmt orðum Eiríks á aðalfundinum í dag skila fyrsta uppgjöri sínu eftir sex fyrstu mánuði ársins. Hefur alla burði til góðra verka Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Kaldbaks, sagði að nú væru endanlega staðfestar þær miklu breytingar sem Kaupfélag Eyfirðinga hefði gengið í gegnum á liðnum áratug. “Ég er klár á því að þegar sagan verður skoðuð verður þessi breyting á KEA ein sú stærsta í atvinnusögu síðustu aldar hér við Eyjafjörð,” sagði Jóhannes og ítrekaði þá trú sína að þessar miklu breytingar yrðu til góðs á félagssvæði KEA. “Ég tel tvímælalaust að Kaldbakur hafi alla burði til góðra verka, félagið á að geta verið virkt afl í íslensku atvinnulífi,” sagði Jóhannes og lét þess getið að hann teldi rétt að stækka félagið enn frekar.